Handbolti

Frábær sigur hjá Einari Inga og félögum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Stefán
Mors-Thy lagði Álaborg að velli 25-23 í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í dag.

Mors-Thy gekk afar illa framan af velli en eins marks sigur á Álaborg fyrir tveimur mánuðum kveikti heldur betur í liðinu. Það hefur farið á kostum, lagt hvert stórliðið á fætur öðru að velli og fagnaði frábærum sigri á heimavelli í dag.

Jafnt var í hálfleik 12-12 en þrjú mörk í röð breyttu stöðunni í 17-14 fyrir heimamenn. Þann mun tókst stórliðinu frá Álaborg aldrei að brúa og sætur sigur heimamanna var í höfn.

Liðin mætast næst í Álaborg.


Tengdar fréttir

Ævintýrið hjá Einari Inga og félögum heldur áfram

Einar Ingi Hrafnsson og félagar hans í Mors-Thy Håndbold tryggðu sér í dag sæti í undanúrslitum um danska meistaratitilinn í handbolta eftir 26-30 útisigur á Aarhus Håndbold. Mors-Thy mætir AaB Håndbold í undanúrslitunum en í hinum undanúrslitaleiknum mætast KIF og Skjern.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×