Besta gjöfin á mæðradaginn Finnur Thorlacius skrifar 4. maí 2013 08:45 Gleður móður sína með hring á kappakstursbraut á Corvettu. Mæðradagurinn nálgast og mæður heimsins geta hlakkað til 12. maí, þ.e. annan sunnudag. Þá munu vonandi sem flestir synir gleðja mæður sínar með fallegum gjöfum. Því er upplagt að stinga upp einhverjum hugmyndum um góðar og eftirminnilegar gjafir. Ein þeirra er að bjóða mömmu sinni í ökutúr á sportbílnum sínum á kappakstursbraut, en það gerði einmitt þessi hugmyndaríki maður sem hér sést í myndskeiðinu ásamt móður sinni. Eitthvað virðist hún þó eiga í erfiðleikum með að njóta gjafarinnar, ef marka má myndina. Bíll sonarins er af gerðinni C6 Corvette Z06 og brautin er Sonoma Raceway og að hans sögn fór hann brautina aðeins á 60% getu. Rétt er að geta þess að fjörið byrjar ekki fyrir alvöru fyrr en eftir 1 mínútu og 40 sekúndur. Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent
Gleður móður sína með hring á kappakstursbraut á Corvettu. Mæðradagurinn nálgast og mæður heimsins geta hlakkað til 12. maí, þ.e. annan sunnudag. Þá munu vonandi sem flestir synir gleðja mæður sínar með fallegum gjöfum. Því er upplagt að stinga upp einhverjum hugmyndum um góðar og eftirminnilegar gjafir. Ein þeirra er að bjóða mömmu sinni í ökutúr á sportbílnum sínum á kappakstursbraut, en það gerði einmitt þessi hugmyndaríki maður sem hér sést í myndskeiðinu ásamt móður sinni. Eitthvað virðist hún þó eiga í erfiðleikum með að njóta gjafarinnar, ef marka má myndina. Bíll sonarins er af gerðinni C6 Corvette Z06 og brautin er Sonoma Raceway og að hans sögn fór hann brautina aðeins á 60% getu. Rétt er að geta þess að fjörið byrjar ekki fyrir alvöru fyrr en eftir 1 mínútu og 40 sekúndur.
Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent