Erlent

Leið yfir nýja ráð­herrann á fyrsta fundi

Atli Ísleifsson skrifar
Ebba Busch var fljót að bregðast við þegar leið yfir Elisabet Lann.
Ebba Busch var fljót að bregðast við þegar leið yfir Elisabet Lann.

Sænski stjórnmálamaðurinn Elisabet Lann féll í yfirlið þegar hún var kynnt til leiks sem nýr heilbrigðisráðherra Svíþjóðar.

Ráðherrann nýi var leidd út úr salnum en sneri aftur fáeinum mínútum síðar þar sem hún útskýrði að hún hafi fengið blóðsykurfall.

Hin 48 ára Elisabet Lann er þingmaður Kristilegra demókrata en með henni á fundinum var Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar og Ebba Busch, formaður Kristilegra demókrata, aðstoðarforsætisráðherra og orkumálaráðherra.

Sjá má atvikið í spilaranum að neðan. 

Sænska ríkisstjórnin kynnti líkt og sú íslenska þingmálaskrá sína fyrir haustþingið í dag.

Hægriflokkurinn, Kristilegir demókratar og Frjálslyndi flokkurinn mynda saman minnihlutastjórn í Svíþjóð með stuðningi Svíþjóðardemókrata.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×