Körfubolti

Kjöltudansar á lokahófi KKÍ?

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Körfuknattleikstímabilið verður gert upp á árlegu lokahófi KKÍ á laugardaginn. Útlit er fyrir mikið stemmningskvöld.

Á lokahófinu verða bestu leikmenn og þjálfarar ársins í karla- og kvennaflokki verðlaunaðir. Þá verður körfuboltatímabilið gert upp í máli og myndum.

Veislustjórar kvöldsins eru þeir Jón Björn Ólafsson, ritstjóri vefsíðunnar Karfan.is, og Örvar Kristjánsson, nýráðinn þjálfari karlaliðs ÍR. Óhætt er að segja að þeir taki starf sitt alvarlega.

Kapparnir kíktu í heimsókn á skrifstofu KKÍ í dag. Þeim til undrunar var hún mannlaus enda starfsmenn í lögbundnum hádegisverði. Jón Björn og Örvar fengu innsýn í skipulagningu lokahófsins og greinilegt er að miklu er til kostað. Misstu þeir félagar andlitið í gólfið þegar þeir sáu að bókaðir höfðu verið tólf kjöltudansar fyrir lokahófið.

Heimsóknin á skrifstofu KKÍ var sem betur fer tekin upp og má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×