Henti áritaðri mynd af sér og Tiger Woods í ruslið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. maí 2013 22:45 Ljósmyndin sem tekin var af Mediate og Tiger við verðlaunaafhendinguna í San Diego árið 2008. Nordicphotos/Getty Kylfingurinn Rocco Mediate greindi frá því í sjónvarpsþætti David Feherty á Golf Channel að hann hefði fleygt ljósmynd af sér og Tiger Woods, með áritun Woods, í ruslið. Mediate og Tiger börðust um sigurinn á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi árið 2008. Fór svo að umspil þurfti til að knýja fram úrslitin þar sem Tiger hafði betur. „Ég er með eina sögu sem lýsir ágætlega hvernig persónuleiki Tiger Woods er," segir Mediate í viðtalinu. Félagarnir mættu nefnilega til leiks á Opna bandaríska ári síðar. Þá segist Mediate hafa sett flotta mynd af þeim félögum frá því á mótinu ári áður í skáp Tiger ásamt blaði með holustaðsetningunum á vellinum. Myndina og kortið setti Mediate í umslag ásamt beiðni til Tiger um að árita eintökin fyrir sig. Mediate segist hafa vonast til þess að Tiger myndi slá á létta strengi og skrifa eitthvað skemmtilegt á myndina og kortið. Mediate hafi svo ætlað að hengja herlegheitin upp á vegg til minningar um daginn sem hann komst svo nærri því að sigra Tiger. „Ég lauk leik á undan honum á laugardeginum, eins og flestir, og fór svo að ná í myndina. Ég opnaði umslagið og beið spenntur að sjá hvað hann hafði skrifað," segir Mediate og varð fyrir vonbrigðum. „Hann skrifaði ekkert á holukortið og á myndinni stóð aðeins Tiger Woods." Mediate bendir á að þrátt fyrir allt beri hann mikla virðingu fyrir Tiger. Þetta lýsi bara hans persónuleika, þ.e. að hann sé ekki líklegur til að slá á létta strengi líkt og Mediate sjálfur hefði gert. Golf Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Kylfingurinn Rocco Mediate greindi frá því í sjónvarpsþætti David Feherty á Golf Channel að hann hefði fleygt ljósmynd af sér og Tiger Woods, með áritun Woods, í ruslið. Mediate og Tiger börðust um sigurinn á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi árið 2008. Fór svo að umspil þurfti til að knýja fram úrslitin þar sem Tiger hafði betur. „Ég er með eina sögu sem lýsir ágætlega hvernig persónuleiki Tiger Woods er," segir Mediate í viðtalinu. Félagarnir mættu nefnilega til leiks á Opna bandaríska ári síðar. Þá segist Mediate hafa sett flotta mynd af þeim félögum frá því á mótinu ári áður í skáp Tiger ásamt blaði með holustaðsetningunum á vellinum. Myndina og kortið setti Mediate í umslag ásamt beiðni til Tiger um að árita eintökin fyrir sig. Mediate segist hafa vonast til þess að Tiger myndi slá á létta strengi og skrifa eitthvað skemmtilegt á myndina og kortið. Mediate hafi svo ætlað að hengja herlegheitin upp á vegg til minningar um daginn sem hann komst svo nærri því að sigra Tiger. „Ég lauk leik á undan honum á laugardeginum, eins og flestir, og fór svo að ná í myndina. Ég opnaði umslagið og beið spenntur að sjá hvað hann hafði skrifað," segir Mediate og varð fyrir vonbrigðum. „Hann skrifaði ekkert á holukortið og á myndinni stóð aðeins Tiger Woods." Mediate bendir á að þrátt fyrir allt beri hann mikla virðingu fyrir Tiger. Þetta lýsi bara hans persónuleika, þ.e. að hann sé ekki líklegur til að slá á létta strengi líkt og Mediate sjálfur hefði gert.
Golf Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira