Henti áritaðri mynd af sér og Tiger Woods í ruslið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. maí 2013 22:45 Ljósmyndin sem tekin var af Mediate og Tiger við verðlaunaafhendinguna í San Diego árið 2008. Nordicphotos/Getty Kylfingurinn Rocco Mediate greindi frá því í sjónvarpsþætti David Feherty á Golf Channel að hann hefði fleygt ljósmynd af sér og Tiger Woods, með áritun Woods, í ruslið. Mediate og Tiger börðust um sigurinn á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi árið 2008. Fór svo að umspil þurfti til að knýja fram úrslitin þar sem Tiger hafði betur. „Ég er með eina sögu sem lýsir ágætlega hvernig persónuleiki Tiger Woods er," segir Mediate í viðtalinu. Félagarnir mættu nefnilega til leiks á Opna bandaríska ári síðar. Þá segist Mediate hafa sett flotta mynd af þeim félögum frá því á mótinu ári áður í skáp Tiger ásamt blaði með holustaðsetningunum á vellinum. Myndina og kortið setti Mediate í umslag ásamt beiðni til Tiger um að árita eintökin fyrir sig. Mediate segist hafa vonast til þess að Tiger myndi slá á létta strengi og skrifa eitthvað skemmtilegt á myndina og kortið. Mediate hafi svo ætlað að hengja herlegheitin upp á vegg til minningar um daginn sem hann komst svo nærri því að sigra Tiger. „Ég lauk leik á undan honum á laugardeginum, eins og flestir, og fór svo að ná í myndina. Ég opnaði umslagið og beið spenntur að sjá hvað hann hafði skrifað," segir Mediate og varð fyrir vonbrigðum. „Hann skrifaði ekkert á holukortið og á myndinni stóð aðeins Tiger Woods." Mediate bendir á að þrátt fyrir allt beri hann mikla virðingu fyrir Tiger. Þetta lýsi bara hans persónuleika, þ.e. að hann sé ekki líklegur til að slá á létta strengi líkt og Mediate sjálfur hefði gert. Golf Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Kylfingurinn Rocco Mediate greindi frá því í sjónvarpsþætti David Feherty á Golf Channel að hann hefði fleygt ljósmynd af sér og Tiger Woods, með áritun Woods, í ruslið. Mediate og Tiger börðust um sigurinn á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi árið 2008. Fór svo að umspil þurfti til að knýja fram úrslitin þar sem Tiger hafði betur. „Ég er með eina sögu sem lýsir ágætlega hvernig persónuleiki Tiger Woods er," segir Mediate í viðtalinu. Félagarnir mættu nefnilega til leiks á Opna bandaríska ári síðar. Þá segist Mediate hafa sett flotta mynd af þeim félögum frá því á mótinu ári áður í skáp Tiger ásamt blaði með holustaðsetningunum á vellinum. Myndina og kortið setti Mediate í umslag ásamt beiðni til Tiger um að árita eintökin fyrir sig. Mediate segist hafa vonast til þess að Tiger myndi slá á létta strengi og skrifa eitthvað skemmtilegt á myndina og kortið. Mediate hafi svo ætlað að hengja herlegheitin upp á vegg til minningar um daginn sem hann komst svo nærri því að sigra Tiger. „Ég lauk leik á undan honum á laugardeginum, eins og flestir, og fór svo að ná í myndina. Ég opnaði umslagið og beið spenntur að sjá hvað hann hafði skrifað," segir Mediate og varð fyrir vonbrigðum. „Hann skrifaði ekkert á holukortið og á myndinni stóð aðeins Tiger Woods." Mediate bendir á að þrátt fyrir allt beri hann mikla virðingu fyrir Tiger. Þetta lýsi bara hans persónuleika, þ.e. að hann sé ekki líklegur til að slá á létta strengi líkt og Mediate sjálfur hefði gert.
Golf Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira