Urriðar að gefa sig þegar veður leyfir 18. maí 2013 23:05 Stórglæsilegur 82 sentímetra höfðingi úr Stöðvarhyl. mynd/Nils Jörgensen Þær fréttir berast að veiðimenn hafi náð litlum árangri á bökkum Minnivallalækjar það sem af er. Drekarnir eru vissulega á svæðinu en veður hefur sett strik í reikninginn. Á vef Strengja segir frá því að meistari Nils Jörgensen var við veiðar í lok apríl og lentu í ævintýrum eitt síðdegið, en sátu lengst af heima í húsi slagviðrisrigningar eða snjókomu. Í bréfi frá Nils kemur fram að hann landaði 82 sentímetra urriða. Félagi hans hafði landað 74 sentímetra fiski og slitið úr öðrum. Annar hafði landað tæplega 6 punda fiski og einnig slitið úr risa. Sá þriðji hafði rétt upp tvo króka í baráttu við stórfiska. Það hefur verið erfitt í Minnivallalæk í vor í kuldanum en þó hafa menn sett í hann einstöku sinnum. T.d. var Nils Jörgensen þar á ferð í lok apríl og hittu vel á það eina síðdegisvaktina, en aðra daga sem þeir voru fóru þeir varla út úr veiðihúsinu vegna veðurs. Þeir sem vilja reyna sig við stórurriðana í Minnivallalæk geta komist til veiða í maí, en farið er að þrengjast um í júní og júlí. Nálgast má veiðileyfi hérna. Af öðrum veiðisvæðum Strengja segir svo frá á heimasíðu: „Það mátti byrja að veiða 1. maí silung í Breiðdalsá en þar hefur verið lítið stundað frá opnun, en þó hitti Súddi staðarhaldari vel á hana um miðja síðustu viku. Þá var hann ásamt einum öðrum veiðimanni á morgunfjörunni og náðu þeir að landa 13 sjóbleikjum og settu í mun fleirri svo hún er allavega mætt á svæðið. Annars lítur mjög vel út með vatnsbúskap í Breiðdalsá í sumar því snjóalög þar í fjöllum eru meiri en sést hefur í mörg ár og ætti að vera nóg vatn megnið af komandi sumri. Eitthvað er laust á topptíma seint í júlí, þar á meðal heilt holl 23-26 júlí sem er einstakt og fyrstur kemur fyrstur fær.“ svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Lokatalan í Straumunum Veiði Veiði að glæðast í Straumunum Veiði Léttklæddar laxaflugur Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Síðasta rjúpnahelgin framundan Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði
Þær fréttir berast að veiðimenn hafi náð litlum árangri á bökkum Minnivallalækjar það sem af er. Drekarnir eru vissulega á svæðinu en veður hefur sett strik í reikninginn. Á vef Strengja segir frá því að meistari Nils Jörgensen var við veiðar í lok apríl og lentu í ævintýrum eitt síðdegið, en sátu lengst af heima í húsi slagviðrisrigningar eða snjókomu. Í bréfi frá Nils kemur fram að hann landaði 82 sentímetra urriða. Félagi hans hafði landað 74 sentímetra fiski og slitið úr öðrum. Annar hafði landað tæplega 6 punda fiski og einnig slitið úr risa. Sá þriðji hafði rétt upp tvo króka í baráttu við stórfiska. Það hefur verið erfitt í Minnivallalæk í vor í kuldanum en þó hafa menn sett í hann einstöku sinnum. T.d. var Nils Jörgensen þar á ferð í lok apríl og hittu vel á það eina síðdegisvaktina, en aðra daga sem þeir voru fóru þeir varla út úr veiðihúsinu vegna veðurs. Þeir sem vilja reyna sig við stórurriðana í Minnivallalæk geta komist til veiða í maí, en farið er að þrengjast um í júní og júlí. Nálgast má veiðileyfi hérna. Af öðrum veiðisvæðum Strengja segir svo frá á heimasíðu: „Það mátti byrja að veiða 1. maí silung í Breiðdalsá en þar hefur verið lítið stundað frá opnun, en þó hitti Súddi staðarhaldari vel á hana um miðja síðustu viku. Þá var hann ásamt einum öðrum veiðimanni á morgunfjörunni og náðu þeir að landa 13 sjóbleikjum og settu í mun fleirri svo hún er allavega mætt á svæðið. Annars lítur mjög vel út með vatnsbúskap í Breiðdalsá í sumar því snjóalög þar í fjöllum eru meiri en sést hefur í mörg ár og ætti að vera nóg vatn megnið af komandi sumri. Eitthvað er laust á topptíma seint í júlí, þar á meðal heilt holl 23-26 júlí sem er einstakt og fyrstur kemur fyrstur fær.“ svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Lokatalan í Straumunum Veiði Veiði að glæðast í Straumunum Veiði Léttklæddar laxaflugur Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Síðasta rjúpnahelgin framundan Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði