Loeb: Kubica getur gert betur en Raikkönen Birgir Þór Harðarson skrifar 16. maí 2013 06:15 Loeb ekur Citroen í WRC. Sebastien Loeb, nífaldur heimsmeistari í rallý, segir Pólverjan Robert Kubica geta náð mun betri árangri í rallý en finnanum Kimi Raikkönen tókst. Kubica getur jafnvel barist um titilinn í heimsmeistararallinu. Robert Kubica keppir nú í Evrópurallinu og hefur ekið í nokkrum mótum í Heimsrallinu með góðum árangri. Pólverjinn keppti í Formúlu 1 til ársins 2010 þegar hann lenti í hrikalegu slysi í rallý á Ítalíu. Síðan þá hefur hann verið í stöðugri endurhæfingu og rétt nýbyrjaður að aka á ný í keppni. Raikkönen yfirgaf Formúlu 1 árið eftir tímabilið 2009, sagðist vera fullsaddur á fjölmiðlafári og rugli, og snéri sér að rallakstri með misjöfnum árangri. Hann keppti í heimsmeistararallinu allt tímabilið 2010 en náði aldrei sérstökum árangri þrátt fyrir að sýna stundum sína alþekktu hæfileika undir stýri. Finninn snéri loks aftur í Formúlu 1 með Lotus í fyrra og hefur þegar unnið tvo kappakstra og er sem stendur í öðru sæti heimsmeistarakeppninnar. Kubica dreymir um að keppa á ný í Formúlu 1 og vegur hrós Loeb örugglega þungt þegar hann skilar inn ferilskránni til formúluliðs í framtíðinni. "Kimi var góður til að byrja með en hann náði aldrei að þróa hæfileika sína í rallý eins og hann hefði viljað. Ég er viss um að Kubica verði betri en Raikkönen í rallý því, ólíkt Kimi, tekur hann hlutunum af einstakri fagmennsku og vill vera bestur," sagði Loeb. Hinn franski Loeb vann heimsmeistaratitilinn í rallý níu sinnum í röð á árunum 2004 til 2012. Hann er nú hættur að keppa að fullu í heimsmeistararallinu en tekur eitt og eitt mót meðfram götubílakappakstri á lokuðum brautum. Formúla Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Sebastien Loeb, nífaldur heimsmeistari í rallý, segir Pólverjan Robert Kubica geta náð mun betri árangri í rallý en finnanum Kimi Raikkönen tókst. Kubica getur jafnvel barist um titilinn í heimsmeistararallinu. Robert Kubica keppir nú í Evrópurallinu og hefur ekið í nokkrum mótum í Heimsrallinu með góðum árangri. Pólverjinn keppti í Formúlu 1 til ársins 2010 þegar hann lenti í hrikalegu slysi í rallý á Ítalíu. Síðan þá hefur hann verið í stöðugri endurhæfingu og rétt nýbyrjaður að aka á ný í keppni. Raikkönen yfirgaf Formúlu 1 árið eftir tímabilið 2009, sagðist vera fullsaddur á fjölmiðlafári og rugli, og snéri sér að rallakstri með misjöfnum árangri. Hann keppti í heimsmeistararallinu allt tímabilið 2010 en náði aldrei sérstökum árangri þrátt fyrir að sýna stundum sína alþekktu hæfileika undir stýri. Finninn snéri loks aftur í Formúlu 1 með Lotus í fyrra og hefur þegar unnið tvo kappakstra og er sem stendur í öðru sæti heimsmeistarakeppninnar. Kubica dreymir um að keppa á ný í Formúlu 1 og vegur hrós Loeb örugglega þungt þegar hann skilar inn ferilskránni til formúluliðs í framtíðinni. "Kimi var góður til að byrja með en hann náði aldrei að þróa hæfileika sína í rallý eins og hann hefði viljað. Ég er viss um að Kubica verði betri en Raikkönen í rallý því, ólíkt Kimi, tekur hann hlutunum af einstakri fagmennsku og vill vera bestur," sagði Loeb. Hinn franski Loeb vann heimsmeistaratitilinn í rallý níu sinnum í röð á árunum 2004 til 2012. Hann er nú hættur að keppa að fullu í heimsmeistararallinu en tekur eitt og eitt mót meðfram götubílakappakstri á lokuðum brautum.
Formúla Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti