Tesla slær við þýsku lúxusbílaframleiðendunum 13. maí 2013 15:39 Það beinlínis rignir góðu fréttunum frá rafbílaframleiðandanum Tesla. Fyrirtækið skilaði í fyrsta skipti hagnaði fyrir heilan ársfjórðung um daginn og Model S bíllinn fékk þá alhæstu einkunn sem nokkur bíll hefur fengið hjá Consumer Report í síðustu viku. Nýjasta góða fréttin er sú að Tesla seldi fleiri eintök af lúxusbíl sínum, Model S en allir þýsku lúxusbílaframleiðendurnir á fyrsta ársfjórðungi ársins. Tesla seldi 4.750 eintök af Model S, sem er reyndar eini bíll Tesla í bili. Á sama tíma seldi Mercedes Benz 3.077 eintök af S-Class, BMW 2.338 af 7-seríunni og Audi 1.462 af A8 bíl sínum. Allir keppa þessir bílar í sama flokki stærri lúxusbíla. Að auki er Tesla Model S þeirra ódýrastur á um 70.000 dollara og þeir sem kaupa hann njóta svo 7.500 dollara skattaaflsláttar þar sem hann er rafmagnsbíll. Bílar BMW og Audi kosta um 73.000 dollara og S-Class bíll Benz 92.000 dollara. Það gæti að einhverju leiti skýrt út góða sölu Tesla Model S. Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent
Það beinlínis rignir góðu fréttunum frá rafbílaframleiðandanum Tesla. Fyrirtækið skilaði í fyrsta skipti hagnaði fyrir heilan ársfjórðung um daginn og Model S bíllinn fékk þá alhæstu einkunn sem nokkur bíll hefur fengið hjá Consumer Report í síðustu viku. Nýjasta góða fréttin er sú að Tesla seldi fleiri eintök af lúxusbíl sínum, Model S en allir þýsku lúxusbílaframleiðendurnir á fyrsta ársfjórðungi ársins. Tesla seldi 4.750 eintök af Model S, sem er reyndar eini bíll Tesla í bili. Á sama tíma seldi Mercedes Benz 3.077 eintök af S-Class, BMW 2.338 af 7-seríunni og Audi 1.462 af A8 bíl sínum. Allir keppa þessir bílar í sama flokki stærri lúxusbíla. Að auki er Tesla Model S þeirra ódýrastur á um 70.000 dollara og þeir sem kaupa hann njóta svo 7.500 dollara skattaaflsláttar þar sem hann er rafmagnsbíll. Bílar BMW og Audi kosta um 73.000 dollara og S-Class bíll Benz 92.000 dollara. Það gæti að einhverju leiti skýrt út góða sölu Tesla Model S.
Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent