Tiger Woods vann Players-golfmótið í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2013 23:32 Tiger Woods. Mynd/Nordic Photos/Getty Tiger Woods tryggði sér í kvöld sigur á Players-golfmótinu með því að spila lokadaginn á 70 höggum eða tveimur höggum undir pari. Woods lék tveimur höggum betur en næstu menn sem voru Svíinn David Lingmerth og Bandaríjamennirnir Jeff Maggert og Kevin Streelman. Tiger Woods lék holurnar 72 á 275 höggum eða á þrettán höggum undir pari. Hann lék tvo fyrstu dagana á 67 höggum en kláraði þriðja hringinn á 71 höggi. Sergio Garcia talaði ekki vel um Tiger í viðtölum við fjölmiðla en spænski kylfingurinn klúðraði mótinu með því að fá tvöfaldan skolla á lokaholunni og endaði því í áttunda sæti. Þetta er í annað skiptið sem Tiger Woods vinnur þetta mót en hann vann það einnig árið 2001. Tiger er nú búinn að vinna fjögur mót á PGA-mótaröðinni á þessu ári en hann vann einnig Arnold Palmer Invitational í mars, Cadillac-mótið í mars og Farmers Insurance Open í janúar. Tiger varð síðan í fjórða sæti á Masters-mótinu sem var fyrsta risamót ársins. Golf Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger Woods tryggði sér í kvöld sigur á Players-golfmótinu með því að spila lokadaginn á 70 höggum eða tveimur höggum undir pari. Woods lék tveimur höggum betur en næstu menn sem voru Svíinn David Lingmerth og Bandaríjamennirnir Jeff Maggert og Kevin Streelman. Tiger Woods lék holurnar 72 á 275 höggum eða á þrettán höggum undir pari. Hann lék tvo fyrstu dagana á 67 höggum en kláraði þriðja hringinn á 71 höggi. Sergio Garcia talaði ekki vel um Tiger í viðtölum við fjölmiðla en spænski kylfingurinn klúðraði mótinu með því að fá tvöfaldan skolla á lokaholunni og endaði því í áttunda sæti. Þetta er í annað skiptið sem Tiger Woods vinnur þetta mót en hann vann það einnig árið 2001. Tiger er nú búinn að vinna fjögur mót á PGA-mótaröðinni á þessu ári en hann vann einnig Arnold Palmer Invitational í mars, Cadillac-mótið í mars og Farmers Insurance Open í janúar. Tiger varð síðan í fjórða sæti á Masters-mótinu sem var fyrsta risamót ársins.
Golf Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira