Tiger Woods vann Players-golfmótið í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2013 23:32 Tiger Woods. Mynd/Nordic Photos/Getty Tiger Woods tryggði sér í kvöld sigur á Players-golfmótinu með því að spila lokadaginn á 70 höggum eða tveimur höggum undir pari. Woods lék tveimur höggum betur en næstu menn sem voru Svíinn David Lingmerth og Bandaríjamennirnir Jeff Maggert og Kevin Streelman. Tiger Woods lék holurnar 72 á 275 höggum eða á þrettán höggum undir pari. Hann lék tvo fyrstu dagana á 67 höggum en kláraði þriðja hringinn á 71 höggi. Sergio Garcia talaði ekki vel um Tiger í viðtölum við fjölmiðla en spænski kylfingurinn klúðraði mótinu með því að fá tvöfaldan skolla á lokaholunni og endaði því í áttunda sæti. Þetta er í annað skiptið sem Tiger Woods vinnur þetta mót en hann vann það einnig árið 2001. Tiger er nú búinn að vinna fjögur mót á PGA-mótaröðinni á þessu ári en hann vann einnig Arnold Palmer Invitational í mars, Cadillac-mótið í mars og Farmers Insurance Open í janúar. Tiger varð síðan í fjórða sæti á Masters-mótinu sem var fyrsta risamót ársins. Golf Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Tiger Woods tryggði sér í kvöld sigur á Players-golfmótinu með því að spila lokadaginn á 70 höggum eða tveimur höggum undir pari. Woods lék tveimur höggum betur en næstu menn sem voru Svíinn David Lingmerth og Bandaríjamennirnir Jeff Maggert og Kevin Streelman. Tiger Woods lék holurnar 72 á 275 höggum eða á þrettán höggum undir pari. Hann lék tvo fyrstu dagana á 67 höggum en kláraði þriðja hringinn á 71 höggi. Sergio Garcia talaði ekki vel um Tiger í viðtölum við fjölmiðla en spænski kylfingurinn klúðraði mótinu með því að fá tvöfaldan skolla á lokaholunni og endaði því í áttunda sæti. Þetta er í annað skiptið sem Tiger Woods vinnur þetta mót en hann vann það einnig árið 2001. Tiger er nú búinn að vinna fjögur mót á PGA-mótaröðinni á þessu ári en hann vann einnig Arnold Palmer Invitational í mars, Cadillac-mótið í mars og Farmers Insurance Open í janúar. Tiger varð síðan í fjórða sæti á Masters-mótinu sem var fyrsta risamót ársins.
Golf Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira