Augusto Cesar Lendoiro, forseti Deportivo La Coruna, fullyrðir að hagræðing úrslita sé víðtækt vandamál á Spáni. Hans félag sé þó undanskilið.
Spænska úrvalsdeildin hefur til skoðunar viðureign Deportivo og Levante þann 13. apríl. Deportivo vann 4-0 sigu og sagði Javier Barkero eftir leikinn að sér hefði virst sem liðsfélagar sínir hefðu ekki reynt sitt besta.
„Deportivo hefur aldrei tekið þátt í hagræðingu úrslita," segir Lendoiro. Hann segir þó ljóst að annað hafi verið uppi á teningnum í lokaumferðinni á Spáni tímabilið 2010-2011 þegar Deportivo féll úr deildinni.
„Við vitum öll hvað gerðist þá og sérstaklega fjölmiðlar. Það má reikna með því að átt verði við úrslit leikja á næstu vikum," segir Lendoiro. Vísar hann þar í að lítið sé eftir af tímabilinu.
Forráðamenn Levante segja í yfirlýsingu að þeir muni aðstoða við rannsókn málsins. Þeir hafi þó enga trú á því að þjálfarar eða leikmenn liðsins séu spilltir.
Evrópulögreglan tilkynnti í febrúar að 680 leikir um heim allan, þar með talinn leikur í Meistaradeild Evrópu sem fram fór á Englandi, séu til rannsóknar.

