Starfsmaður stal flóttabíl þjófanna Finnur Thorlacius skrifar 30. maí 2013 10:45 Tveir vopnaðir ræningjar birtust um daginn inná gólfi Burger King skyndibitastaðar í Stockton í Kaliforníu. Einn starfsmaður staðarins sem ræningjarnir tóku ekki eftir laumaði sér út af staðnum. Í stað þess sem flestir myndu gera, þ.e. að forða sér í skyndi, þá settist hann uppí bíl ræningjanna og ók honum stuttan spöl í var. Fyrir vikið höfðu þeir engan bíl til flóttans eftir ránið og lögreglunni reyndist auðvelt að finna þá á opnu svæði í nágrenni staðarins. Starfsmaðurinn verður tæplega ákærður fyrir bílþjófnað, en líklegra er að hann verði kjörinn starfsmaður mánaðarins á staðnum, ef ekki á landsvísu! Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent
Tveir vopnaðir ræningjar birtust um daginn inná gólfi Burger King skyndibitastaðar í Stockton í Kaliforníu. Einn starfsmaður staðarins sem ræningjarnir tóku ekki eftir laumaði sér út af staðnum. Í stað þess sem flestir myndu gera, þ.e. að forða sér í skyndi, þá settist hann uppí bíl ræningjanna og ók honum stuttan spöl í var. Fyrir vikið höfðu þeir engan bíl til flóttans eftir ránið og lögreglunni reyndist auðvelt að finna þá á opnu svæði í nágrenni staðarins. Starfsmaðurinn verður tæplega ákærður fyrir bílþjófnað, en líklegra er að hann verði kjörinn starfsmaður mánaðarins á staðnum, ef ekki á landsvísu!
Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent