Umfjöllun og viðtöl: Þróttur - ÍBV 1-5 | Þróttarar brotnuðu í lokin Eyþór Atli Einarsson á Valbjarnarvelli skrifar 29. maí 2013 10:35 Aron Bjarnason í baráttunni við Tonny Mawejje og Ragnar Pétursson. Mynd/Valli Fjögur mörk á síðustu tíu mínútum leiksins tryggðu ÍBV 5-1 sigur á Þrótti og sæti í 16-liða úrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu. Leikurinn fór nokkuð fjörlega af stað og leit út fyrir að gestirnir frá Heimaeynni ætluðu að pressa stíft á brotið fyrstu deildarlið Þróttara og slá þá svolítið út af laginu. Það gerðist þó ekki þar sem Þróttur fékk fyrsta alvöru færi leiksins þegar Halldór Arnar Hilmisson átti skot sem Guðjón Orri varði. Eftir það slökuðu Eyjamenn á pressunni og leikurinn var allur í járnum lengi vel. Á 23. mínútu fyrri hálfleiks fékk Ragnar Leósson sendingu frá nafna sínum Péturssyni. Hann var einn á auðum sjó um miðjan völl og trítlaði í rólegheitum í átt að markinu. Varnarmenn Þróttara gerðu lítið til að stöðva hann og því lét hann vaða á markið. Ögmundur Ólafsson, markvörður Þróttara, fór aðeins fram úr sjálfum sér og var búinn að skutla sér í hægra hornið en boltinn breytti um stefnu eftir viðkomu í Aaron Spear og í markið fór hann. Staðan 0-1 Eyjamönnum í vil. Fátt markvert gerðist það sem eftir lifði hálfleiksins en Þróttarar sýndu mikinn vilja og gáfu gestunum ekki mörg færi eftir þetta. Síðari hálfleikurinn hófst eins og sá fyrri hafði endað. Bæði lið skiptust á sóknum sem skiluðu ekki neinum frábærum færum. Á 53. mínútu fékk Andri Björn Sigurðsson boltann í teig ÍBV og veilaði ekki fyrir sér að láta vaða á markið. Þrumuskot, smellhitti tuðruna. Guðjón Orri Sigurjónsson, markvörður ÍBV átti ekki möguleika. 1-1. Eftir markið voru Þróttarar ívið sterkari aðilinn í leiknum og fengu þeir færi til að komast yfir. Hlynur Hauksson komst fyrst í ákjósanlegt færi en átti laflaust skot sem Guðjón Orri átti ekki í vandræðum með að verja. Á 72. mínútu sýndi Hermann Hreiðarsson að hann hefur virkilega gott auga fyrir góðum skiptingum því hann skipti Gunnari Má Guðmundssyni inn á völlinn, líklega eingöngu vegna þess að hann var í spánýjum Copa Mundial takkaskóm og þá vantaði á völlinn. Þróttarar voru farnir að þreytast eftir mikla baráttu og Hermann fékk ferska fætur inn á völlinn. Áður hafði Víðir Þorvarðarson komið inn á og þessir tveir herramenn áttu aldeilis eftir að koma við sögu. Eyjamenn fagna marki Ragnars Leóssonar.Mynd/Valli Átta mínútum eftir að Gunnar Már kom inn á hafði hann sett mark sitt á leikinn. Ian Jeffs tók hornspyrnu og gaf stuttan bolta á Gunnar Þorsteinsson, að mér sýndist, sem vippaði inn í teiginn. Þar reif Gunnar Már sig upp af jörðinni í nýju skónum og skallaði boltann í netið. Fallegt mark og staðan orðin 1-2 gestunum í vil. Páll Einarsson þjálfari Þróttara gerði þá skiptingu og tók Erling Jack varnarmann út af og bætti í sóknarþungann. Því miður fyrir Þrótt þá gekk það ekki upp í þetta skiptið og gestirnir gengu á lagið með Gunnar Már fremstan meðal jafningja. Á 85. mínútu fékk Gunnar Már boltann við teig Þróttara og rakti hann aðeins áfram, sendi síðan á Ian Jeffs sem mundaði vinstri fótinn og lagði boltann þéttingsfast í þaknetið og staðan skyndilega orðin 1-3. Gestirnir voru ekki hættir, en því miður fyrir stuðningsmenn Þróttara þá voru heimamenn það, því Gunnar Már, í nýju skónum, skoraði sitt annað mark á 87. mínútu eftir laglegan undirbúning Víðis Þorvarðarsonar. Víðir vildi ekki verða skilinn út undan í markaskorunarkeppni varamannanna og rak smiðshöggið á þriðju mínútu uppbótartíma eftir frábæra sókn ÍBV. Gunnar Már hóf þá sókn og endaði boltinn við fætur Ian Jeffs sem gaf laglega hælsendingu inn fyrir sundurtætta varnarlínu Þróttara. Þar kom Víðir á hörkuspretti og þrumaði boltanum í fjærhornið. Staðan 1-5 sem urðu lokatölur. Þróttarar mega vera stoltir af sinni frammistöðu í þessum leik. Þeir börðust vel í áttatíu mínútur og var ekki að sjá að þeir væru á botni fyrstu deildar og gestirnir ofarlega í efstu deild. Í lokin munaði mestu um ferskar fætur varamanna ÍBV sem virkuðu sem vítamínssprauta fyrir liðið. Þegar gestirnir náðu öðru markinu gerðu þeir engin mistök og allur vindur því miður úr Þrótturum. Sanngjarn sigur Eyjamanna en helst til stór.Gunnar Már Guðmundsson: Ekki snúa baki við flaggskipi ADIDAS„Við náðum ekki að pressa þá almennilega stóran hluta leiksins. Þegar það gekk upp skilaði það árangri.“ sagði Gunnar Már Guðmundsson, leikmaður ÍBV eftir sigurleik sinna manna á Þrótti í Borgunarbikarnum í kvöld. „Það var mjög fínt að klára þennan leik. Hann opnaðist mikið eftir að við komumst í 2-1. Mér fannst við verðskulda það að komast áfram. Við komum hingað til að vinna og það tókst, þrátt fyrir slakan leik,“ bætti Gunnar Már við en hann skoraði tvö marka gestanna í kvöld eftir að hafa komið inn á sem varamaður á 72. mínútu. Gunnar Már var undir það búinn að byrja leikinn á bekknum þar sem stutt er í næsta leik gegn Fylki í Pepsideildinni. „Það verður þriðji leikurinn í röð sem við mætum særðu liði og þeir koma til með að líta á þann leik til að þjappa sér saman eins og Þróttararnir gerðu fyrir þennan leik,“ en Þróttur hefur ekki enn unnið leik á þessu tímabili. Athygli vakti að Gunnar Már lék í svörtum Copa Mundial skóm frá Adidas sem er sjaldgæft nú til dags. Leikmenn flestir komnir í skó í öllum regnboganslitum. Léttur og kátur hafði Gunnar Már þetta að segja. „Ég spilaði minn fyrsta leik á ævinni í rauðum skóm og það rataði í fjölmiðla og því mun ég ekki gera það aftur. Ég mæli eindregið með að leikmenn snúi ekki baki við flaggskipi ADIDAS og mæti til leiks í Copa Mundial í sumar. Þetta eru langbestu skórnir og svo er ég ekki frá því að þeir séu ódýrastir einnig. Þið sjáið nú hverju þeir skiluðu í dag.“Páll Einarsson: Tölurnar gefa ekki rétta mynd af leiknum„Við lentum undir í fyrri hálfleik og jöfnuðum snemma í síðari hálfleik. Lentum svo aftur undir og lögðum allt í það að jafna en það gekk ekki eftir,“ sagði Páll Einarsson, þjálfari Þróttar eftir leik sinna manna við ÍBV á Valbjarnarvelli í kvöld. „Mörk breyta leikjum, við náðum ekki að nýta það sem við fengum. Menn börðust af kraftl, lögðu sig fram og sköpuðu fín færi.“ sagði þjálfarinn geðþekki sem hrósaði sínum mönnum fyrir góða baráttu í leiknum en fannst sigurinn helst til stór. „Tölurnar gefa nú ekki alveg rétta mynd af leiknum en hann endaði svona og við þurfum að taka því. Strákarnir börðust vel og spilamennskan var fín og við megum ekki taka það af þeim.“ sagði Páll sem þarf nú að fara að einbeita sér að næsta leik, því á brattann er að sækja enda stigalausir í deildinni. „Menn eru ekkert brothættir. Það eru allir klárir. Það er stutt í næsta leik og við fáum tækifæri til að sýna okkar rétta andlit þar. Við getum alltaf bætt okkur og þurfum að ná okkur í stig í deildinni.“ sagði Páll sem var að vonum vonsvikinn eftir tap sinna manna í kvöld. „Það er súrt að detta út úr þessari keppni, því þetta er skemmtileg keppni. Svona er boltinn og við þurfum bara að fara að einbeita okkur að því að hala inn stigum í deildinni.“Hermann: Vert að íhuga að nota Gunnar Má aðeins sem varamann„Aðalatriðið er að vera í hattinum áfram og við erum í hattinum.“ sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, eftir sigur sinna manna á Þrótti Borgunarbikarnum í kvöld. „Þessir bikarleikir geta oft verið erfiðir og sú varð raunin í kvöld. Þróttarar börðust eins og ljón og voru sterkari en við í 15-20 mínútur í stöðunni 1-1. Það var síðan eins og rothögg fyrir þá þegar við skoruðum annað markið,“ sagði Hermann en Þróttarar voru síst lakari aðilinn bróðurpart leiksins. Hermann skipti Gunnari Má Guðmundssyni inn á völlinn og skilaði hann tveimur mörkum og stoðsendingu. Aðspurður að því hvort að hann ætlaði sér ekki bara nota Gunnar Má sem varamann hér eftir sagði Hermann: „Það er nú vert að íhuga það.“ Hermanni fannst lokatölur ekki gefa rétta mynd af leiknum en hafði enga óskamótherja í næstu umferð. „Þessir bikarleikir eru oft stórskrýtnir og lokatölurnar í þessum leik gefa ekki rétta mynd af því hvernig hann spilaðist. Ef maður ætlar að vinna dolluna þarf maður að vinna alla og við ætlum okkur að gera það. Enginn leikur er léttur, við erum spenntir og það er gott." Það er gott að menn fundu netmöskvana í dag eftir markaþurrð í síðustu leikjum og vonandi að þeir haldi því áfram," sagði Hermann Hreiðarsson að lokum sáttur með fimm mörk sinna manna. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Fjögur mörk á síðustu tíu mínútum leiksins tryggðu ÍBV 5-1 sigur á Þrótti og sæti í 16-liða úrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu. Leikurinn fór nokkuð fjörlega af stað og leit út fyrir að gestirnir frá Heimaeynni ætluðu að pressa stíft á brotið fyrstu deildarlið Þróttara og slá þá svolítið út af laginu. Það gerðist þó ekki þar sem Þróttur fékk fyrsta alvöru færi leiksins þegar Halldór Arnar Hilmisson átti skot sem Guðjón Orri varði. Eftir það slökuðu Eyjamenn á pressunni og leikurinn var allur í járnum lengi vel. Á 23. mínútu fyrri hálfleiks fékk Ragnar Leósson sendingu frá nafna sínum Péturssyni. Hann var einn á auðum sjó um miðjan völl og trítlaði í rólegheitum í átt að markinu. Varnarmenn Þróttara gerðu lítið til að stöðva hann og því lét hann vaða á markið. Ögmundur Ólafsson, markvörður Þróttara, fór aðeins fram úr sjálfum sér og var búinn að skutla sér í hægra hornið en boltinn breytti um stefnu eftir viðkomu í Aaron Spear og í markið fór hann. Staðan 0-1 Eyjamönnum í vil. Fátt markvert gerðist það sem eftir lifði hálfleiksins en Þróttarar sýndu mikinn vilja og gáfu gestunum ekki mörg færi eftir þetta. Síðari hálfleikurinn hófst eins og sá fyrri hafði endað. Bæði lið skiptust á sóknum sem skiluðu ekki neinum frábærum færum. Á 53. mínútu fékk Andri Björn Sigurðsson boltann í teig ÍBV og veilaði ekki fyrir sér að láta vaða á markið. Þrumuskot, smellhitti tuðruna. Guðjón Orri Sigurjónsson, markvörður ÍBV átti ekki möguleika. 1-1. Eftir markið voru Þróttarar ívið sterkari aðilinn í leiknum og fengu þeir færi til að komast yfir. Hlynur Hauksson komst fyrst í ákjósanlegt færi en átti laflaust skot sem Guðjón Orri átti ekki í vandræðum með að verja. Á 72. mínútu sýndi Hermann Hreiðarsson að hann hefur virkilega gott auga fyrir góðum skiptingum því hann skipti Gunnari Má Guðmundssyni inn á völlinn, líklega eingöngu vegna þess að hann var í spánýjum Copa Mundial takkaskóm og þá vantaði á völlinn. Þróttarar voru farnir að þreytast eftir mikla baráttu og Hermann fékk ferska fætur inn á völlinn. Áður hafði Víðir Þorvarðarson komið inn á og þessir tveir herramenn áttu aldeilis eftir að koma við sögu. Eyjamenn fagna marki Ragnars Leóssonar.Mynd/Valli Átta mínútum eftir að Gunnar Már kom inn á hafði hann sett mark sitt á leikinn. Ian Jeffs tók hornspyrnu og gaf stuttan bolta á Gunnar Þorsteinsson, að mér sýndist, sem vippaði inn í teiginn. Þar reif Gunnar Már sig upp af jörðinni í nýju skónum og skallaði boltann í netið. Fallegt mark og staðan orðin 1-2 gestunum í vil. Páll Einarsson þjálfari Þróttara gerði þá skiptingu og tók Erling Jack varnarmann út af og bætti í sóknarþungann. Því miður fyrir Þrótt þá gekk það ekki upp í þetta skiptið og gestirnir gengu á lagið með Gunnar Már fremstan meðal jafningja. Á 85. mínútu fékk Gunnar Már boltann við teig Þróttara og rakti hann aðeins áfram, sendi síðan á Ian Jeffs sem mundaði vinstri fótinn og lagði boltann þéttingsfast í þaknetið og staðan skyndilega orðin 1-3. Gestirnir voru ekki hættir, en því miður fyrir stuðningsmenn Þróttara þá voru heimamenn það, því Gunnar Már, í nýju skónum, skoraði sitt annað mark á 87. mínútu eftir laglegan undirbúning Víðis Þorvarðarsonar. Víðir vildi ekki verða skilinn út undan í markaskorunarkeppni varamannanna og rak smiðshöggið á þriðju mínútu uppbótartíma eftir frábæra sókn ÍBV. Gunnar Már hóf þá sókn og endaði boltinn við fætur Ian Jeffs sem gaf laglega hælsendingu inn fyrir sundurtætta varnarlínu Þróttara. Þar kom Víðir á hörkuspretti og þrumaði boltanum í fjærhornið. Staðan 1-5 sem urðu lokatölur. Þróttarar mega vera stoltir af sinni frammistöðu í þessum leik. Þeir börðust vel í áttatíu mínútur og var ekki að sjá að þeir væru á botni fyrstu deildar og gestirnir ofarlega í efstu deild. Í lokin munaði mestu um ferskar fætur varamanna ÍBV sem virkuðu sem vítamínssprauta fyrir liðið. Þegar gestirnir náðu öðru markinu gerðu þeir engin mistök og allur vindur því miður úr Þrótturum. Sanngjarn sigur Eyjamanna en helst til stór.Gunnar Már Guðmundsson: Ekki snúa baki við flaggskipi ADIDAS„Við náðum ekki að pressa þá almennilega stóran hluta leiksins. Þegar það gekk upp skilaði það árangri.“ sagði Gunnar Már Guðmundsson, leikmaður ÍBV eftir sigurleik sinna manna á Þrótti í Borgunarbikarnum í kvöld. „Það var mjög fínt að klára þennan leik. Hann opnaðist mikið eftir að við komumst í 2-1. Mér fannst við verðskulda það að komast áfram. Við komum hingað til að vinna og það tókst, þrátt fyrir slakan leik,“ bætti Gunnar Már við en hann skoraði tvö marka gestanna í kvöld eftir að hafa komið inn á sem varamaður á 72. mínútu. Gunnar Már var undir það búinn að byrja leikinn á bekknum þar sem stutt er í næsta leik gegn Fylki í Pepsideildinni. „Það verður þriðji leikurinn í röð sem við mætum særðu liði og þeir koma til með að líta á þann leik til að þjappa sér saman eins og Þróttararnir gerðu fyrir þennan leik,“ en Þróttur hefur ekki enn unnið leik á þessu tímabili. Athygli vakti að Gunnar Már lék í svörtum Copa Mundial skóm frá Adidas sem er sjaldgæft nú til dags. Leikmenn flestir komnir í skó í öllum regnboganslitum. Léttur og kátur hafði Gunnar Már þetta að segja. „Ég spilaði minn fyrsta leik á ævinni í rauðum skóm og það rataði í fjölmiðla og því mun ég ekki gera það aftur. Ég mæli eindregið með að leikmenn snúi ekki baki við flaggskipi ADIDAS og mæti til leiks í Copa Mundial í sumar. Þetta eru langbestu skórnir og svo er ég ekki frá því að þeir séu ódýrastir einnig. Þið sjáið nú hverju þeir skiluðu í dag.“Páll Einarsson: Tölurnar gefa ekki rétta mynd af leiknum„Við lentum undir í fyrri hálfleik og jöfnuðum snemma í síðari hálfleik. Lentum svo aftur undir og lögðum allt í það að jafna en það gekk ekki eftir,“ sagði Páll Einarsson, þjálfari Þróttar eftir leik sinna manna við ÍBV á Valbjarnarvelli í kvöld. „Mörk breyta leikjum, við náðum ekki að nýta það sem við fengum. Menn börðust af kraftl, lögðu sig fram og sköpuðu fín færi.“ sagði þjálfarinn geðþekki sem hrósaði sínum mönnum fyrir góða baráttu í leiknum en fannst sigurinn helst til stór. „Tölurnar gefa nú ekki alveg rétta mynd af leiknum en hann endaði svona og við þurfum að taka því. Strákarnir börðust vel og spilamennskan var fín og við megum ekki taka það af þeim.“ sagði Páll sem þarf nú að fara að einbeita sér að næsta leik, því á brattann er að sækja enda stigalausir í deildinni. „Menn eru ekkert brothættir. Það eru allir klárir. Það er stutt í næsta leik og við fáum tækifæri til að sýna okkar rétta andlit þar. Við getum alltaf bætt okkur og þurfum að ná okkur í stig í deildinni.“ sagði Páll sem var að vonum vonsvikinn eftir tap sinna manna í kvöld. „Það er súrt að detta út úr þessari keppni, því þetta er skemmtileg keppni. Svona er boltinn og við þurfum bara að fara að einbeita okkur að því að hala inn stigum í deildinni.“Hermann: Vert að íhuga að nota Gunnar Má aðeins sem varamann„Aðalatriðið er að vera í hattinum áfram og við erum í hattinum.“ sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, eftir sigur sinna manna á Þrótti Borgunarbikarnum í kvöld. „Þessir bikarleikir geta oft verið erfiðir og sú varð raunin í kvöld. Þróttarar börðust eins og ljón og voru sterkari en við í 15-20 mínútur í stöðunni 1-1. Það var síðan eins og rothögg fyrir þá þegar við skoruðum annað markið,“ sagði Hermann en Þróttarar voru síst lakari aðilinn bróðurpart leiksins. Hermann skipti Gunnari Má Guðmundssyni inn á völlinn og skilaði hann tveimur mörkum og stoðsendingu. Aðspurður að því hvort að hann ætlaði sér ekki bara nota Gunnar Má sem varamann hér eftir sagði Hermann: „Það er nú vert að íhuga það.“ Hermanni fannst lokatölur ekki gefa rétta mynd af leiknum en hafði enga óskamótherja í næstu umferð. „Þessir bikarleikir eru oft stórskrýtnir og lokatölurnar í þessum leik gefa ekki rétta mynd af því hvernig hann spilaðist. Ef maður ætlar að vinna dolluna þarf maður að vinna alla og við ætlum okkur að gera það. Enginn leikur er léttur, við erum spenntir og það er gott." Það er gott að menn fundu netmöskvana í dag eftir markaþurrð í síðustu leikjum og vonandi að þeir haldi því áfram," sagði Hermann Hreiðarsson að lokum sáttur með fimm mörk sinna manna.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn