Félagarígurinn mun aukast með tilkomu KR Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. maí 2013 07:00 Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, og Jón Þór Víglundsson, formaður handknattleiksdeildar KR. Fréttablaðið/Valli KR tilkynnti í gær að meistaraflokkur félagsins í handbolta hefði verið endurvakinn. Vesturbæingar ætla að byggja flokkinn upp hægt og rólega en þurfa þó að vera klárir með lið ekki síðar en þegar flautað verður til leiks í 1. deild í haust. Arnar Jón Agnarsson verður þjálfari liðsins. Átta ár eru síðan KR tefldi fram meistaraflokki karla í handbolta og þá í samvinnu við Gróttu. 1996 var síðasta árið sem Vesturbæingar sáu svart og hvítt lið félagsins í meistaraflokki án aðkomu Seltirninga. Á blaðamannafundi í Vesturbænum í gær voru nærstaddir minntir á bestu ár félagsins hvað handboltann snertir. Svipmyndum úr bikarúrslitaleiknum árið 1982 var varpað af skjávarpa á tjald. Þar sást Alfreð Gíslason fara fyrir liði KR í dramatískum 19-17 sigri á Kristjáni Arasyni og félögum í FH í Laugardalshöllinni. „KR er stórveldi og það er klárt mál að félagarígurinn mun aukast mikið með því að fá félagið aftur inn í handboltann,“ sagði Einar Þorvarðarson framkvæmdastjóri Handknattleikssambandins á fundinum í gær. Auk bikarmeistaratitilsins 1982 urðu KR-ingar Íslandsmeistarar árið 1958 en Vesturbæingar ætla að fara rólega í uppbyggingu sína. „Undanfarin átta ár höfum við markvisst byggt upp yngri flokks félagsins á meðan enginn meistaraflokkur var starfræktur. Nú var kominn tími til að stíga skrefið og klára málið,“ segir Jón Þór Víglundsson formaður handknattleiksdeildar. Hann segist hafa fundið á iðkendum hjá félaginu að fyrirmyndir og markmið skorti. Enginn 2. flokkur hefur verið starfræktur í Vesturbænum þannig að leikmenn hafa þurft að leita í önnur hús að loknum 3. flokki eða einfaldlega hætta. Um 180 iðkendur eru í yngri flokkum KR. Elsti flokkurinn hjá stelpunum er 4. flokkur en 3. flokkur hjá strákunum. Viggó Sigurðsson var meðal annars fenginn síðastliðið haust til að þjálfa yngri flokka félagsins. Hann afþakkaði hins vegar starf hjá meistaraflokknum. Arnar Jón Agnarsson, nýráðinn þjálfari meistaraflokks karla hjá KR, handsalar samninginn við Jón Þór Víglundsson, formann handknattleiksdeildar.Fréttablaðið/Valli Jón Þór segir að enginn 2. flokkur verði hjá félaginu. Meistaraflokkur verði starfræktur í náinni samvinnu við 3. flokk félagsins. Aðspurður hvort þeir leikmenn sem gengu upp úr 3. flokki í vor væru klárir í meistaraflokkinn segir Jón: „Við teljum að þeir séu það. Svo er spurningin hvenær þeir átta sig á því sjálfir.“ Arnar Jón Agnarsson fyrrum leikmaður Stjörnunnar og Hauka verður þjálfari meistaraflokksins. Arnar Jón spilaði síðast með Stjörnunni tímabilið 2011-2012 en útilokar þó ekki að draga fram skóna. „Hugmyndin er að byggja þetta fyrst og fremst á KR-ingum,“ segir Arnar Jón. Bæði eigi að leita til KR-inga sem gengið hafa upp úr 3. flokki KR á undanförnum árum og svo er vonast til þess að tveir uppaldir reynsluboltar bætist í hópinn. Um er að ræða þá Gylfa Gylfason og Harald Þorvarðarson sem nýverið lögðu skóna á hilluna. Gylfi og Haraldur staðfestu í samtali við Fréttablaðið að hugmyndin hefði komið upp en ekkert hefði verið ákveðið enn. Íslenski handboltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Sjá meira
KR tilkynnti í gær að meistaraflokkur félagsins í handbolta hefði verið endurvakinn. Vesturbæingar ætla að byggja flokkinn upp hægt og rólega en þurfa þó að vera klárir með lið ekki síðar en þegar flautað verður til leiks í 1. deild í haust. Arnar Jón Agnarsson verður þjálfari liðsins. Átta ár eru síðan KR tefldi fram meistaraflokki karla í handbolta og þá í samvinnu við Gróttu. 1996 var síðasta árið sem Vesturbæingar sáu svart og hvítt lið félagsins í meistaraflokki án aðkomu Seltirninga. Á blaðamannafundi í Vesturbænum í gær voru nærstaddir minntir á bestu ár félagsins hvað handboltann snertir. Svipmyndum úr bikarúrslitaleiknum árið 1982 var varpað af skjávarpa á tjald. Þar sást Alfreð Gíslason fara fyrir liði KR í dramatískum 19-17 sigri á Kristjáni Arasyni og félögum í FH í Laugardalshöllinni. „KR er stórveldi og það er klárt mál að félagarígurinn mun aukast mikið með því að fá félagið aftur inn í handboltann,“ sagði Einar Þorvarðarson framkvæmdastjóri Handknattleikssambandins á fundinum í gær. Auk bikarmeistaratitilsins 1982 urðu KR-ingar Íslandsmeistarar árið 1958 en Vesturbæingar ætla að fara rólega í uppbyggingu sína. „Undanfarin átta ár höfum við markvisst byggt upp yngri flokks félagsins á meðan enginn meistaraflokkur var starfræktur. Nú var kominn tími til að stíga skrefið og klára málið,“ segir Jón Þór Víglundsson formaður handknattleiksdeildar. Hann segist hafa fundið á iðkendum hjá félaginu að fyrirmyndir og markmið skorti. Enginn 2. flokkur hefur verið starfræktur í Vesturbænum þannig að leikmenn hafa þurft að leita í önnur hús að loknum 3. flokki eða einfaldlega hætta. Um 180 iðkendur eru í yngri flokkum KR. Elsti flokkurinn hjá stelpunum er 4. flokkur en 3. flokkur hjá strákunum. Viggó Sigurðsson var meðal annars fenginn síðastliðið haust til að þjálfa yngri flokka félagsins. Hann afþakkaði hins vegar starf hjá meistaraflokknum. Arnar Jón Agnarsson, nýráðinn þjálfari meistaraflokks karla hjá KR, handsalar samninginn við Jón Þór Víglundsson, formann handknattleiksdeildar.Fréttablaðið/Valli Jón Þór segir að enginn 2. flokkur verði hjá félaginu. Meistaraflokkur verði starfræktur í náinni samvinnu við 3. flokk félagsins. Aðspurður hvort þeir leikmenn sem gengu upp úr 3. flokki í vor væru klárir í meistaraflokkinn segir Jón: „Við teljum að þeir séu það. Svo er spurningin hvenær þeir átta sig á því sjálfir.“ Arnar Jón Agnarsson fyrrum leikmaður Stjörnunnar og Hauka verður þjálfari meistaraflokksins. Arnar Jón spilaði síðast með Stjörnunni tímabilið 2011-2012 en útilokar þó ekki að draga fram skóna. „Hugmyndin er að byggja þetta fyrst og fremst á KR-ingum,“ segir Arnar Jón. Bæði eigi að leita til KR-inga sem gengið hafa upp úr 3. flokki KR á undanförnum árum og svo er vonast til þess að tveir uppaldir reynsluboltar bætist í hópinn. Um er að ræða þá Gylfa Gylfason og Harald Þorvarðarson sem nýverið lögðu skóna á hilluna. Gylfi og Haraldur staðfestu í samtali við Fréttablaðið að hugmyndin hefði komið upp en ekkert hefði verið ákveðið enn.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Sjá meira