Hafdís Sigurðardóttir úr UFA gerði sér lítið fyrir í kvöld og bætti tíu ára gamalt Íslandsmet Sunnu Gestsdóttur í langstökki.
Hafdíst stökk 6,36 metra á kastmóti UFA og bætti met Sunnu um sex sentimetra.
Hafdís hljóp einnig frábært 60 metra hlaup þar sem hún kom í mark á 6,69 sekúndum sem er undir gildandi Íslandsmeti Sunnu sem er 7,80 sekúndur.
Meðvindur var aftur á móti rétt yfir leyfilegum mörkum og hlaupið því ekki löglegt.
