100 urriðar hafa veiðst í Elliðaánum 22. maí 2013 18:13 Veiðimaður reynir við urriðann skammt frá Ármótum í Elliðaánum. Mynd / Trausti Hafliðason Það sem af er maímánuði hafa veiðst 100 urriðar í Elliðaánum. Þetta kemur fram á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur, svfr.is. Í vorveiðinni, sem stendur til 5. júní, er veitt í ofanverðum Elliðaánum eða fyrir ofan Hraun. „Sem fyrr hafa drýgstu veiðistaðirnir verið Höfuðhylur ásamt Hólmatagli annars vegar, og hins vegar svokölluð Ármót, þar sem Bugða fellur til Elliðaár," segir á vef SVFR. „Framan af var veiði frekar dræm sökum kulda, en undanfarið hefur mjög ræst úr, og þeir sem brúka þurrflugu hafa gert mjög góðar vaktir og náð 10-12 urriðum. Skilur þar augljóslega á milli þeirra sem veiða vel, og þeirra sem fá minna, hversu vel þurrflugan virkar þegar að fluga er að klekjast út." Á vef SVFR kemur fram að veiðst hafi allt að fimm punda urriðar í vorveiðinni.Muna að skila veiðiskýrslu Ágætt er að ítreka það við veiðimenn sem stunda veiðar í Elliðánum að skila veiðiskýrslu til skrifstofu Stangaveiðifélagsins. Ber veiðimönnum að senda tölvupóst á netfangið svfr@svfr.is. Í honum þarf að koma fram nafn veiðimanns, veiðistaður, lengd/þyngd á fiski og nafn á agni. Þessar upplýsingar eru bráðnauðsynlegar til þess að hægt sé að gefa sem besta mynd af lífríki Elliðaánna og fiskistofnum þeirra.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Fínn gangur í veiðinni í Ytri Rangá Veiði Stefnir í þurrkasumar í laxveiðiánum Veiði 103 sm stórlax af Hrauni Veiði Góð laxveiði í Þjórsá Veiði Saga stangveiða: Fnjóská - hin dásamlega afrétt Veiði Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði Hljóðlát aðkoma besta byrjunin Veiði Blanda komin í góðann gír Veiði Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði Fín veiði í vötnunum á höfuðborgarsvæðinu Veiði
Það sem af er maímánuði hafa veiðst 100 urriðar í Elliðaánum. Þetta kemur fram á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur, svfr.is. Í vorveiðinni, sem stendur til 5. júní, er veitt í ofanverðum Elliðaánum eða fyrir ofan Hraun. „Sem fyrr hafa drýgstu veiðistaðirnir verið Höfuðhylur ásamt Hólmatagli annars vegar, og hins vegar svokölluð Ármót, þar sem Bugða fellur til Elliðaár," segir á vef SVFR. „Framan af var veiði frekar dræm sökum kulda, en undanfarið hefur mjög ræst úr, og þeir sem brúka þurrflugu hafa gert mjög góðar vaktir og náð 10-12 urriðum. Skilur þar augljóslega á milli þeirra sem veiða vel, og þeirra sem fá minna, hversu vel þurrflugan virkar þegar að fluga er að klekjast út." Á vef SVFR kemur fram að veiðst hafi allt að fimm punda urriðar í vorveiðinni.Muna að skila veiðiskýrslu Ágætt er að ítreka það við veiðimenn sem stunda veiðar í Elliðánum að skila veiðiskýrslu til skrifstofu Stangaveiðifélagsins. Ber veiðimönnum að senda tölvupóst á netfangið svfr@svfr.is. Í honum þarf að koma fram nafn veiðimanns, veiðistaður, lengd/þyngd á fiski og nafn á agni. Þessar upplýsingar eru bráðnauðsynlegar til þess að hægt sé að gefa sem besta mynd af lífríki Elliðaánna og fiskistofnum þeirra.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Fínn gangur í veiðinni í Ytri Rangá Veiði Stefnir í þurrkasumar í laxveiðiánum Veiði 103 sm stórlax af Hrauni Veiði Góð laxveiði í Þjórsá Veiði Saga stangveiða: Fnjóská - hin dásamlega afrétt Veiði Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði Hljóðlát aðkoma besta byrjunin Veiði Blanda komin í góðann gír Veiði Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði Fín veiði í vötnunum á höfuðborgarsvæðinu Veiði