Innlent

Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB mun fara fram

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Mynd/GVA

„Aðildarviðræðum verður ekki haldið áfram nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson um Evrópusambandsmálin á blaðamannafundi um stjórnarsáttmálann sem nú fer fram á Laugarvatni.

„Í millitíðinni verður gerð úttekt á stöðu viðræðnanna sem verður kynnt í þinginu sem mun svo taka ákvörðun um framhaldið.“

Spurður hvort þjóðaratkvæðagreiðsla um málið muni yfir höfuð fara fram segir Sigmundur svo vera.

„Að sjálfsögðu kemur til þjóðaratkvæðagreiðslu en við ákvörðun tímasetningar á henni verður að meta aðstæður,“ segir Sigmundur. „Það hefur mikil þróun átt sér stað á undanförnum árum og sambandið hefur gjörbreyst.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×