Fótbolti

Barcelona jafnaði stigametið | Abidal kvaddur

Barcelona kláraði tímabilið í spænsku úrvalsdeildinni með stæl en liðið endaði með 100 stig eftir að hafa unnið Malaga, 4-1, í lokaumferðinni í dag.

Börsungar byrjuðu leikinn af krafti og kláruðu leikinn snemma. David Villa, Cesc Fabregas, Martin Montoya og Andres Iniesta skoruðu allir áður en að Pedro Morales minnkaði muninn fyrir Malaga.

Tito Vilanova var að klára sitt fyrsta tímabil með Barcelona og vann titilinn í fyrstu tilraun. Liðið jafnaði einnig stigamet Real Madrid frá síðasta tímabili.

Það var svo tilfinningaþrungin stund í leikslok þegar að leikmenn og áhorfendur kvöddu Eric Abidal, sem afrekaði að snúa aftur inn á völlinn eftir erfiða baráttu við krabbamein. Í vikunni var tilkynnt að hann fengi ekki nýjan samning hjá Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×