Hollendingurinn Wesley Sneijder ber ekki sterkar taugar til síns gamla félags, Inter, og það hlakkaði í honum er allt gekk á afturfótunum hjá Inter í vetur.
Sneijder var settur í frystikistuna hjá félaginu í vetur er hann neitaði að taka á sig launalækkun. Á endanum var hann síðan seldur til tyrkneska félagsins Galatasaray.
"Ég finn til með leikmönnum og stuðningsmönnum en mér er alveg sama um alla aðra hjá félaginu. Það var gott á þá að Inter lenti aðeins í níunda sæti og komst ekki einu sinni í Evrópudeildina. Það truflar mig ekki heldur að sjá að þjálfarinn var rekinn," sagði Sneijder ákveðinn.
"Ég vona að þetta lélega tímabil veki fólk til umhugsunar um hvað sé í gangi hjá félaginu. Félagið á betra skilið. Forráðamenn Inter reyndu ítrekað að brjóta mig niður. Ef ég væri ekki svona sterkur á andlega sviðinu þá hefði ég lagt skóna á hilluna.
"Það er fullt af fólki hjá félaginu sem á ekki skilið virðingu mína. Ég átti erfiða tíma hjá félaginu en er sterkari fyrri vikið."
Forráðamenn Inter reyndu að brjóta mig niður
