Golf

Anna Sólveig sigraði á Securitas-mótinu

Stefán Hirst Friðriksson skrifar
Anna Sólveig.
Anna Sólveig. mynd/gsí

Anna Sólveig Snorradóttir úr Golfklúbbnum Keili sigraði í kvennaflokki á Securitas-mótinu í dag. Mótið er partur af Eimskipsmótaröðinni. Anna Sólveig spilaði lokahringinn á 77 höggum en hún var í mikilli baráttu við Signýju Arnórsdóttur sem er einnig úr Golfklúbbnum Keili, á lokasprettinum.

Anna Sólveig endaði mótið á þrettán höggum yfir pari vallarins en Signý endaði á fjórtan höggum yfir pari. Í þriðja sæti hafnaði svo Karen Guðnadóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja.

Hér má sjá lokaniðurstöðu mótsins:

1.sæti   Anna Sólveig Snorradóttir           GK         74+72+77 = 223 +13

2.sæti   Signý Arnórsdóttir                  GK         75+72+77 = 224 +14

3.sæti   Karen Guðnadóttir                   GS         75+73+78 = 226 +16

4.sæti   Ingunn Gunnarsdóttir                GKG        72+77+78 = 227 +17

5.sæti   Heiða Guðnadóttir                   GKJ        82+75+75 = 232 +22




Fleiri fréttir

Sjá meira


×