Sunneva Einarsdóttir er farin frá handboltaliði Stjörnunnar en hún rifti samningi sínum við félagið í gær.
Sunneva staðfesti þessi tíðindi við Vísi í dag og sagði að hún hefði gert það þar sem Stjarnan væri að fara semja við Florentinu Stanciu.
Stjörnumenn höfðu áhuga á því að láta Florentinu og Sunnevu spila saman en Sunneva hafði ekki áhuga á því enda hætt við að mínútunum á vellinum fækki ansi mikið með komu Florentinu.
Florentina lýsti því yfir á dögunum að hún væri á förum frá ÍBV en hún er að margra mati besti markvörður landsins.
Óvíst er hvað tekur við hjá Sunnevu.
Sunneva farin því Florentina er á leiðinni
