Árás á tölvuþrjóta: Íslenska lögreglan aðstoðar Microsoft og FBI 6. júní 2013 08:00 Íslenska lögreglan, ásamt lögregluyfirvöldum í 80 ríkjum, aðstoðaði tölvurisann Microsoft og bandarísku alríkislögregluna FBI í árás þeirra á einn stærsta glæpahring tölvuþrjóta í heiminum. Hringurinn gengur undir nafninu Citadel Botnets og er talinn hafa rænt um hálfum milljarði dollara, eða yfir 60 milljörðum af bankareikningum undanfarna 18 mánuði. Í frétt um málið á Reuters segir að sérstakri glæpadeild Microsoft eða Digital Crimes Unit hafi í aðgerð þessari tekist að loka a.m.k. 1000 tölvunetum af um 1.400 sem tilheyrðu Citadel Botnets. Talið er að þessum tölvuþrjótum hafi tekist að brjótast inn í um 5 milljónir tölva á heimsvísu. Meðal þeirra banka og fjármálastofnana sem Citadel Botnets tókst að brjótast inn í má nefna Citigroup, American Express, Bank of America, JPMorgan Chase, eBay, Paypal, Credit Suisse og Wells Fargo. Reuters hefur eftir Richard D. Boscovich einum yfirmanna Digital Crimes Unit að “slæmu strákarnir munu finna fyrir þessu hnefahöggi í magann” eins og hann orðar það. Fram kemur í frétt Reuters að íslenska lögreglan hafi komið við sögu í þessari aðgerð og aðstoðað Microsoft og FBI. Það sama á við um lögregluyfirvöld í 80 öðrum ríkjum í flestum heimsálfum. Hinar sýktu tölvur var að finna í Bandaríkjunum, Vestur-Evrópu, Hong Kong, Indlandi og Ástralíu. Sjá nánar hér. Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Íslenska lögreglan, ásamt lögregluyfirvöldum í 80 ríkjum, aðstoðaði tölvurisann Microsoft og bandarísku alríkislögregluna FBI í árás þeirra á einn stærsta glæpahring tölvuþrjóta í heiminum. Hringurinn gengur undir nafninu Citadel Botnets og er talinn hafa rænt um hálfum milljarði dollara, eða yfir 60 milljörðum af bankareikningum undanfarna 18 mánuði. Í frétt um málið á Reuters segir að sérstakri glæpadeild Microsoft eða Digital Crimes Unit hafi í aðgerð þessari tekist að loka a.m.k. 1000 tölvunetum af um 1.400 sem tilheyrðu Citadel Botnets. Talið er að þessum tölvuþrjótum hafi tekist að brjótast inn í um 5 milljónir tölva á heimsvísu. Meðal þeirra banka og fjármálastofnana sem Citadel Botnets tókst að brjótast inn í má nefna Citigroup, American Express, Bank of America, JPMorgan Chase, eBay, Paypal, Credit Suisse og Wells Fargo. Reuters hefur eftir Richard D. Boscovich einum yfirmanna Digital Crimes Unit að “slæmu strákarnir munu finna fyrir þessu hnefahöggi í magann” eins og hann orðar það. Fram kemur í frétt Reuters að íslenska lögreglan hafi komið við sögu í þessari aðgerð og aðstoðað Microsoft og FBI. Það sama á við um lögregluyfirvöld í 80 öðrum ríkjum í flestum heimsálfum. Hinar sýktu tölvur var að finna í Bandaríkjunum, Vestur-Evrópu, Hong Kong, Indlandi og Ástralíu. Sjá nánar hér.
Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira