Langtímaatvinnuleysi í sögulegu hámarki í ESB 4. júní 2013 13:14 Langtímaatvinnuleysi í löndunum innan Evrópusambandsins hefur aldrei verið meira í sögunni. Nær helmingur af þeim 26,5 milljónum manna sem eru atvinnulausir innan sambandsins, eða 45%, hafa verið svo í eitt ár eða lengur. Fjallað er um málið á viðskiptavef Berlingske Tidende. Þar segir að þeim sem teljast langtímaatvinnulausir hafi fjölgað verulega á síðastliðnu ári. Þannig bættust um 700.000 manns í þennan hóp á seinnihluta ársins í fyrra. Berlingske ræðir við Erik Björsted greinanda hjá Efnahagsráði dönsku verkalýðshreyfingarinnar um málið. Hann segir að langtímaatvinnulausir séu ekki spennandi kostur fyrir vinnuveitendur og eiga því í meiri erfiðleikum en aðrir að koma sér út úr þeirri stöðu. Raunar eykst hættan á að þeir detti alveg út af vinnumarkaðinum því lengur sem þeir eru atvinnulausir. “Ef slíkt gerist mun atvinnuleysi bíta sig fast innan ESB og verða mikið á næstu árum. Slíkt mun skaða vöxt, velferð og fjárlög í viðkomandi löndum,” segir Björsted. Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Langtímaatvinnuleysi í löndunum innan Evrópusambandsins hefur aldrei verið meira í sögunni. Nær helmingur af þeim 26,5 milljónum manna sem eru atvinnulausir innan sambandsins, eða 45%, hafa verið svo í eitt ár eða lengur. Fjallað er um málið á viðskiptavef Berlingske Tidende. Þar segir að þeim sem teljast langtímaatvinnulausir hafi fjölgað verulega á síðastliðnu ári. Þannig bættust um 700.000 manns í þennan hóp á seinnihluta ársins í fyrra. Berlingske ræðir við Erik Björsted greinanda hjá Efnahagsráði dönsku verkalýðshreyfingarinnar um málið. Hann segir að langtímaatvinnulausir séu ekki spennandi kostur fyrir vinnuveitendur og eiga því í meiri erfiðleikum en aðrir að koma sér út úr þeirri stöðu. Raunar eykst hættan á að þeir detti alveg út af vinnumarkaðinum því lengur sem þeir eru atvinnulausir. “Ef slíkt gerist mun atvinnuleysi bíta sig fast innan ESB og verða mikið á næstu árum. Slíkt mun skaða vöxt, velferð og fjárlög í viðkomandi löndum,” segir Björsted.
Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira