Grunaður að minnsta kosti um tíu milljón króna fjársvik 4. júní 2013 11:36 Sigurður Ingi Þórðarson hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir stórfelld fjársvik. Meðal annars á hann að hafa þóst vera bókaútgefandi auk þess sem uppljóstrunasamtökin WikiLeaks hafa kært hann. Sigurður Ingi Þórðarson, eða Siggi hakkari, eins og hann var stundum kallaður, var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald síðasta fimmtudag vegna gruns um stórfelld fjársvik. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er hann grunaður um að hafa svikið að minnsta kosti tíu milljónir króna út úr fjölmörgum aðilum. Sigurður virðist hafa spunnið nokkuð flókin blekkingavef. Meðal annars stofnaði hann eignarhaldsfélag sem hét næstum því það sama og lítil bókaútgáfa. Sigurður átti svo að hafa þóst vera bókaútgefandi og virðist hafa svikið vörur út í nafni fyrirtækisins, meðal annars frá tölvuverslun. Talsmaður WikiLeaks, kristinn Hrafnsson, kærði Sigurð Inga fyrir allnokkru fyrir fjársvik. Sigurður Ingi er þannig sakaður um að hafa hirt ágóðann af bolum til styrktar WikiLeaks þegar hann starfaði sem sjálfboðaliði fyrir samtökin í kringum árið 2010. Það mál var komið til ríkissaksóknara sem sendi svo málið aftur til lögreglu til frekari rannsóknar, þar sem það er statt nú ásamt öðrum kærum á hendur Sigurði. Sigurður komst raunar fyrst í fréttirnar hér á landi eftir að hann gaf Allsherjar- og menntamálanefnd skýrslu vegna aðkomu sinnar að stóra FBI-málinu svokallaða síðasta vetur. Sigurður gaf sig fram í bandaríska sendirráðinu sumarið 2011 og sagðist þá hafa upplýsingar um yfirvofandi árás á tölvukerfi stjórnarráðsins. Í kjölfarið komu fulltrúar alríkislögreglunnar hingað til lands og yfirheyrðu Sigurð Inga víðsvegar um borgina. Málið varð að pólitísku bitbeini vegna réttarbeiðni fulltrúa alríkislögreglunnar sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hafnaði á þeim forsendum að þeir væru hér á landi að rannsaka Wikileaks-samtökin en ekki hina meintu tölvuárás. Ástæða gæsluvarðhaldskröfunnar að koma í veg fyrir að hann torveldi rannsóknin á meðan reynt er að komast að því hversu umfangsmikið málið er, en búast má við að upphæðin geti hækkað að sögn lögreglu. Mál Sigga hakkara Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Sjá meira
Sigurður Ingi Þórðarson hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir stórfelld fjársvik. Meðal annars á hann að hafa þóst vera bókaútgefandi auk þess sem uppljóstrunasamtökin WikiLeaks hafa kært hann. Sigurður Ingi Þórðarson, eða Siggi hakkari, eins og hann var stundum kallaður, var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald síðasta fimmtudag vegna gruns um stórfelld fjársvik. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er hann grunaður um að hafa svikið að minnsta kosti tíu milljónir króna út úr fjölmörgum aðilum. Sigurður virðist hafa spunnið nokkuð flókin blekkingavef. Meðal annars stofnaði hann eignarhaldsfélag sem hét næstum því það sama og lítil bókaútgáfa. Sigurður átti svo að hafa þóst vera bókaútgefandi og virðist hafa svikið vörur út í nafni fyrirtækisins, meðal annars frá tölvuverslun. Talsmaður WikiLeaks, kristinn Hrafnsson, kærði Sigurð Inga fyrir allnokkru fyrir fjársvik. Sigurður Ingi er þannig sakaður um að hafa hirt ágóðann af bolum til styrktar WikiLeaks þegar hann starfaði sem sjálfboðaliði fyrir samtökin í kringum árið 2010. Það mál var komið til ríkissaksóknara sem sendi svo málið aftur til lögreglu til frekari rannsóknar, þar sem það er statt nú ásamt öðrum kærum á hendur Sigurði. Sigurður komst raunar fyrst í fréttirnar hér á landi eftir að hann gaf Allsherjar- og menntamálanefnd skýrslu vegna aðkomu sinnar að stóra FBI-málinu svokallaða síðasta vetur. Sigurður gaf sig fram í bandaríska sendirráðinu sumarið 2011 og sagðist þá hafa upplýsingar um yfirvofandi árás á tölvukerfi stjórnarráðsins. Í kjölfarið komu fulltrúar alríkislögreglunnar hingað til lands og yfirheyrðu Sigurð Inga víðsvegar um borgina. Málið varð að pólitísku bitbeini vegna réttarbeiðni fulltrúa alríkislögreglunnar sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hafnaði á þeim forsendum að þeir væru hér á landi að rannsaka Wikileaks-samtökin en ekki hina meintu tölvuárás. Ástæða gæsluvarðhaldskröfunnar að koma í veg fyrir að hann torveldi rannsóknin á meðan reynt er að komast að því hversu umfangsmikið málið er, en búast má við að upphæðin geti hækkað að sögn lögreglu.
Mál Sigga hakkara Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Sjá meira