Telja rússnesku vetrarólympíuleikana risavaxna svikamyllu 4. júní 2013 09:28 Tveir af leiðtogum stjórnarandstöðunnar í Rússlandi segja að undirbúningur og bygging mannvirkja fyrir vetrarólympíuleikana í Sochi sé risavaxin svikamylla. Þegar hafi allt að 30 milljörðum dollara, eða um 3.600 milljörðum kr., verið stolið í tengslum við undirbúning leikanna. Leiðtogarnir sem hér um ræðir, Boris Nemtsov og Leonid Martynyuk, segja einnig að þessir ólympíuleikar verði þeir dýrustu í sögunni og muni kosta yfir 50 milljarða dollara. Fjallað er um málið á vefsíðu BBC. Þar segir að fyrrgreindir leiðtogar hafi sent frá sér skýrslu um málið. Þar komi m.a. fram að skortur á samkeppni og leynd hafi hleypt kostnaðinum við byggingu ólympíuþorpsins upp úr þakinu og að það hafi aðeins komið nánum viðskiptafélögum Vladimir Putins Rússlandsforseta til góða. Rússneskir embættismenn hafa hafnað þeim ásökunum sem koma fram í skýrslunni og segja hana ranga. Nemtsov segir hinsvegar í samtali við Reuters að hann ætli að fara fram á opinbera rannsókn á málinu. Hann segist einnig undrandi á þeirri ákvörðun að halda vetrarólympíuleikana í nánast hitabeltisloftslagi í borg við Svarta hafið. Mark Adams talsmaður Alþjóðlegu Ólympíunefndarinnar segir að svo virðist sem rússnesk yfirvöld taki alvarlega allar ásakanir um spillingu í kringum leikana í Sochi. Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Tveir af leiðtogum stjórnarandstöðunnar í Rússlandi segja að undirbúningur og bygging mannvirkja fyrir vetrarólympíuleikana í Sochi sé risavaxin svikamylla. Þegar hafi allt að 30 milljörðum dollara, eða um 3.600 milljörðum kr., verið stolið í tengslum við undirbúning leikanna. Leiðtogarnir sem hér um ræðir, Boris Nemtsov og Leonid Martynyuk, segja einnig að þessir ólympíuleikar verði þeir dýrustu í sögunni og muni kosta yfir 50 milljarða dollara. Fjallað er um málið á vefsíðu BBC. Þar segir að fyrrgreindir leiðtogar hafi sent frá sér skýrslu um málið. Þar komi m.a. fram að skortur á samkeppni og leynd hafi hleypt kostnaðinum við byggingu ólympíuþorpsins upp úr þakinu og að það hafi aðeins komið nánum viðskiptafélögum Vladimir Putins Rússlandsforseta til góða. Rússneskir embættismenn hafa hafnað þeim ásökunum sem koma fram í skýrslunni og segja hana ranga. Nemtsov segir hinsvegar í samtali við Reuters að hann ætli að fara fram á opinbera rannsókn á málinu. Hann segist einnig undrandi á þeirri ákvörðun að halda vetrarólympíuleikana í nánast hitabeltisloftslagi í borg við Svarta hafið. Mark Adams talsmaður Alþjóðlegu Ólympíunefndarinnar segir að svo virðist sem rússnesk yfirvöld taki alvarlega allar ásakanir um spillingu í kringum leikana í Sochi.
Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira