Hver er Fannar Ingi Steingrímsson? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júní 2013 10:00 14 ára strákur spilaði seinni hringinn á Strandarvelli um helgina á 61 höggi eða níu höggum undir pari. Hann fór holu í höggi, fékk átta fugla og setti vallarmet af gulum teigum á Hellu. Fannar Ingi Steingrímsson kom, sá og sigraði á öðru stigamóti sumarsins á Íslandsbankamótaröðinni í golfi. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi spilað betri hring á unglingamótaröðinni áður og ekki úr vegi að komast að því hver þessi bráðefnilegi kylfingur sé. Fannar Ingi verður 15 ára þann 7. október. Hann er uppalinn í Hveragerði og spilar með Golfklúbbi Hveragerðis. Hann spilaði fyrst golf um Verslunarmannahelgina sumarið 2007 en áhuginn kviknaði nokkrum dögum fyrr þegar hann fékk fyrstu kylfuna að gjöf frá föður sínum. Þá hafði faðir hans, Steingrímur Ingason, setið við skjáinn og fylgst með bestu kylfingum heims á Opna breska meistaramótinu í golfi. „Ég horfði á þetta og var alveg hissa hversu skemmtilegt golf gæti verið," segir Steingrímur sem var að horfa á golf í fyrsta skipti. Hann segir Fannar Inga hafa verið fótboltastrák á þeim tíma og hann hafi ákveðið að kaupa handa honum kylfu og sjá hvort hann myndi fá áhuga á golfi. „Núna er öll fjölskyldan í golfi," segir Steingrímur. Fannar Ingi var valinn kylfingur ársins hjá GHG árið 2012.Mynd/GHG Fannar Ingi rifjaði upp fyrstu skrefin á golfvellinum í viðtali við Golf1 á sínum tíma. „Pabbi horfði á Opna breska í fyrsta skipti og fór síðan niðrí Örninn og keypti fyrir mig 7-járn. Síðan þá hef ég verið límdur við völlinn," sagði Fannar Ingi. Um eftirminnilegt mót er að ræða en Padraig Harrington sá til þess að Sergio Garcia tækist ekki að landa sínum fyrsta risamótstitli. Írinn sigraði eftir umspil. Síðan þá hefur Fannar Ingi farið á kostum á golfvellinum. Hann hefur farið utan oftar en einu sinni til að keppni á mótum og náð góðum árangri. Hann stóð til dæmis uppi sem sigurvegari í flokki 13-14 ára drengja á US Kids Holiday Classic á Flórída í desember. Fannar Ingi StefánssonMynd/GSÍmyndir.net Þá hafnaði hann í 3. sæti á Opna finnska meistaramóti unglinga í flokki 14 ára og yngri. „Það er ekki á hverjum degi sem 13 ára Íslendingur leikur hring undir pari og kemst á verðlaunapall í alþjóðlegu móti, það var ekkert minna en stórkostlegt,“ sagði Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari við golf.is að mótinu loknu. Fannar Ingi (lengst til hægri) með góðum félögum á Gufudalsvelli.Mynd/GHG Fannar Ingi vann sigur á meistaramóti GHG á síðasta ári sem verður að teljast magnað afrek hjá 13 ára strák. Kylfingurinn úr blómabænum virðist þroskaður miðað við aldur. Það má lesa úr svörum hans við spurningum um markmiðin í golfinu og lífinu. „Í golfinu er markmiðið að verða atvinnumaður og vinna Masters. Í lífinu er það að vera heiðarlegur við annað fólk," segir Fannar. Fannar Ingi með verðlaun sín á US Kids í desember.Mynd/Úr einkasafni Ljóst er að margir kylfingar geta lært ýmislegt af Fannari Inga og ekki úr vegi að hlusta á ráð hans til annarra kylfinga: „Maður ætti alltaf að taka víti þegar á þarf að halda." Golf Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
14 ára strákur spilaði seinni hringinn á Strandarvelli um helgina á 61 höggi eða níu höggum undir pari. Hann fór holu í höggi, fékk átta fugla og setti vallarmet af gulum teigum á Hellu. Fannar Ingi Steingrímsson kom, sá og sigraði á öðru stigamóti sumarsins á Íslandsbankamótaröðinni í golfi. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi spilað betri hring á unglingamótaröðinni áður og ekki úr vegi að komast að því hver þessi bráðefnilegi kylfingur sé. Fannar Ingi verður 15 ára þann 7. október. Hann er uppalinn í Hveragerði og spilar með Golfklúbbi Hveragerðis. Hann spilaði fyrst golf um Verslunarmannahelgina sumarið 2007 en áhuginn kviknaði nokkrum dögum fyrr þegar hann fékk fyrstu kylfuna að gjöf frá föður sínum. Þá hafði faðir hans, Steingrímur Ingason, setið við skjáinn og fylgst með bestu kylfingum heims á Opna breska meistaramótinu í golfi. „Ég horfði á þetta og var alveg hissa hversu skemmtilegt golf gæti verið," segir Steingrímur sem var að horfa á golf í fyrsta skipti. Hann segir Fannar Inga hafa verið fótboltastrák á þeim tíma og hann hafi ákveðið að kaupa handa honum kylfu og sjá hvort hann myndi fá áhuga á golfi. „Núna er öll fjölskyldan í golfi," segir Steingrímur. Fannar Ingi var valinn kylfingur ársins hjá GHG árið 2012.Mynd/GHG Fannar Ingi rifjaði upp fyrstu skrefin á golfvellinum í viðtali við Golf1 á sínum tíma. „Pabbi horfði á Opna breska í fyrsta skipti og fór síðan niðrí Örninn og keypti fyrir mig 7-járn. Síðan þá hef ég verið límdur við völlinn," sagði Fannar Ingi. Um eftirminnilegt mót er að ræða en Padraig Harrington sá til þess að Sergio Garcia tækist ekki að landa sínum fyrsta risamótstitli. Írinn sigraði eftir umspil. Síðan þá hefur Fannar Ingi farið á kostum á golfvellinum. Hann hefur farið utan oftar en einu sinni til að keppni á mótum og náð góðum árangri. Hann stóð til dæmis uppi sem sigurvegari í flokki 13-14 ára drengja á US Kids Holiday Classic á Flórída í desember. Fannar Ingi StefánssonMynd/GSÍmyndir.net Þá hafnaði hann í 3. sæti á Opna finnska meistaramóti unglinga í flokki 14 ára og yngri. „Það er ekki á hverjum degi sem 13 ára Íslendingur leikur hring undir pari og kemst á verðlaunapall í alþjóðlegu móti, það var ekkert minna en stórkostlegt,“ sagði Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari við golf.is að mótinu loknu. Fannar Ingi (lengst til hægri) með góðum félögum á Gufudalsvelli.Mynd/GHG Fannar Ingi vann sigur á meistaramóti GHG á síðasta ári sem verður að teljast magnað afrek hjá 13 ára strák. Kylfingurinn úr blómabænum virðist þroskaður miðað við aldur. Það má lesa úr svörum hans við spurningum um markmiðin í golfinu og lífinu. „Í golfinu er markmiðið að verða atvinnumaður og vinna Masters. Í lífinu er það að vera heiðarlegur við annað fólk," segir Fannar. Fannar Ingi með verðlaun sín á US Kids í desember.Mynd/Úr einkasafni Ljóst er að margir kylfingar geta lært ýmislegt af Fannari Inga og ekki úr vegi að hlusta á ráð hans til annarra kylfinga: „Maður ætti alltaf að taka víti þegar á þarf að halda."
Golf Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti