Körfubolti

Varði meistararitgerð sína á Skype

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
María Ben Erlingsdóttir.
María Ben Erlingsdóttir. Mynd/Fésbókin

María Ben Erlingsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, stóð í ströngu á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg í vikunni.

Hún þurfti að verja meistararitgerð sína en hún er í námi í mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands. Hún sagði í samtali við Rúv að hún hefði fengið að verja ritgerð sína frá Lúxemborg í gegnum Skype.

„Það var skilningur á því að ég væri að keppa fyrir Íslands hönd og því fékk ég að gera þetta svona,“ sagði hún en viðtalið má sjá í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×