Tiger Woods var í miklu basli á Memorial-mótinu í Ohio í Bandaríkjunum í dag. Hann skilaði sér í hús á sjö höggum yfir pari vallarins. Hann spilaði á 44 höggum á fyrri níu sem er hans versti árangur frá upphafi.
Tiger hefur einu sinni áður spilað á 79 höggum eftir að hann gerðist atvinnumaður en náði þó ekki að jafna sinn versta hring frá upphafi. Hann spilaði á 81 höggi á Opna breska árið 2002 í mjög erfiðum aðstæðum.
Tiger var pirraður í dag en hann hefur unnið mótið fimm sinnum áður og er ríkjandi meistari. Hann átti erfitt með púttinn en hann var með einn skolla í dag, tvo skramba og var einu sinni þremur höggum yfir pari á fyrstu níu holunum.
Hann neitaði fjölmiðlum um viðtal eftir að hann lauk keppni í dag. Hann er þó nokkuð frá efstu mönnum.
Tiger jafnaði sinn næstversta hring
