Handbolti

Segist ekki vera að fara að deyja

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
„Það er gott að síðasti leikurinn er bara einu sinni. Ég er ekki að pæla í því að ég sé að fara að deyja eftir þennan leik. Það er örugglega eitthvað framhald," segir Ólafur Stefánsson.

Ísland tekur á móti Rúmeníu í síðasta landsleik Ólafs en leikurinn er einnig lokaleikurinn í undankeppni HM 2014. Ísland þarf jafntefli eða sigur til að tryggja sér sigur í riðli sínum.

Ólafur mætti á sína fyrstu landsliðsæfingu í tæpt ár í Laugardalshöll í dag. Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2, var að sjálfsögðu mættur og tók púlsinn á Ólafi.

„Það er búið að vera eitthvað „hype" í kringum þetta. Langt síðan ég sá strákana. Þetta er eiginlega í fyrsta skipti sem ég treysti mér á landsliðsæfingu eftir Ólympíuleikana. Það er alveg tímabært," sagði Ólafur.

Örvhenta skyttan sagðist vera vel stemmd og að sér liði vel. Hann væri nýkominn úr flugi og væri í fínu standi. Aðspurður hvort Ísland myndi leggja Rúmena að velli á morgun sagði Ólafur:

„Já, við gerum það."


Tengdar fréttir

Ólafur er Jordan handboltans

Ólafur Stefánsson verður kvaddur í Laugardalshöllinni annað kvöld þegar Ísland mætir Rúmenum í lokaleik undankeppni Evrópumótsins. Snorri Steinn Guðjónsson, leikstjórnandi íslenska landsliðsins, segir Ólaf einstakan persónuleika sem hafi hjálpað sér bæði




Fleiri fréttir

Sjá meira


×