Körfubolti

Jón Sverrisson gerir tveggja ára samning við Stjörnuna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jón Sverrisson við undirskrift.
Jón Sverrisson við undirskrift. Mynd / fésbókarsíða körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar
Körfuknattleiksmaðurinn Jón Sverrisson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Stjörnuna.

Jón er uppalinn hjá Fjölni en hefur nú ákveðið að taka næsta skref á sínum ferli og spila með félaginu í efstu deild og eiga möguleika á því að berjast um titla.

Stjarnan varð bikarmeistari á síðasta tímabili og fór alla leið í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta þar sem liðið tapaði fyrir Grindavík.

Jón Sverrisson varð fyrir því óláni að slíta krossband í janúar á þessu ári en það gerðist einmitt í leik gegn Stjörnunni.

Leikmaðurinn verður því vonandi kominn af stað fyrir áramót.

Á fésbókarsíðu körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar segir:

Það er ljóst að Jón verður góð viðbót við þann sterka hóp leikmanna sem fyrir er í Stjörnunni. Stjarnan býður Jón hjartanlega velkominn í Garðabæinn og vonast til að sjá hann í Stjörnubúningnum sem fyrst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×