Sport

Frjálsíþróttafólkið bætti sig á 71. Vormóti ÍR

Stefán Árni Pálsson skrifar
Aníta Hinriksdóttir
Aníta Hinriksdóttir Mynd / Vilhelm

Vormót ÍR-inga fór fram í gærkvöldi en frjálsíþróttafólkið bætti sig umtalsvert á mótinu. Þetta var 71. vormót ÍR í sögunni.

Hin efnilega Aníta Hinriksdóttir, ÍR, var mjög nálægt því að bæta met sitt í 800 metra hlaupi en hún kom í mark á 2:03,42 mínútum. Þórdís Eva Steinsdóttir, FH, varð í öðru sæti á tímanum  2:16,58 mínútum en hún er aðeins 13 ára.

Hafdís Sigurðardóttir, UFA,  jafnaði met sitt í langstökki þegar hún stökk 6,36 metra en því miður var meðvindur of mikill til að stökkið myndi verða staðfest.

Björg Gunnarsdóttir, ÍR, bar sigur úr býtum í 100 metra hlaupi á tímanum  12,67 sekúndur.  Hrafnhildur Eir Hermóðsdóttir varð í öðru sætir á 12,78 sekúndum.

Kristins Torfasonar, FH, vann í langstökki með stökk uppá 7,41 metra en töluverður mótvindur var þegar keppnin fór fram. Þorsteinn Ingvarsson hafnaði í öðru sæti en hann stökk 7,29 metra.

Alls voru 117 keppendur skráðir til leiks frá 14 félögum en hægt er að nálgast heildarniðurstöðu mótsins með því að ýta hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×