Vormót ÍR-inga fór fram í gærkvöldi en frjálsíþróttafólkið bætti sig umtalsvert á mótinu. Þetta var 71. vormót ÍR í sögunni.
Hin efnilega Aníta Hinriksdóttir, ÍR, var mjög nálægt því að bæta met sitt í 800 metra hlaupi en hún kom í mark á 2:03,42 mínútum. Þórdís Eva Steinsdóttir, FH, varð í öðru sæti á tímanum 2:16,58 mínútum en hún er aðeins 13 ára.
Hafdís Sigurðardóttir, UFA, jafnaði met sitt í langstökki þegar hún stökk 6,36 metra en því miður var meðvindur of mikill til að stökkið myndi verða staðfest.
Björg Gunnarsdóttir, ÍR, bar sigur úr býtum í 100 metra hlaupi á tímanum 12,67 sekúndur. Hrafnhildur Eir Hermóðsdóttir varð í öðru sætir á 12,78 sekúndum.
Kristins Torfasonar, FH, vann í langstökki með stökk uppá 7,41 metra en töluverður mótvindur var þegar keppnin fór fram. Þorsteinn Ingvarsson hafnaði í öðru sæti en hann stökk 7,29 metra.
Alls voru 117 keppendur skráðir til leiks frá 14 félögum en hægt er að nálgast heildarniðurstöðu mótsins með því að ýta hér.
