Ítalska knattspyrnufélagið Roma hefur nú blandast í kapphlaupið um Danann Michael Laudrup, knattspyrnustjóra Swansea.
Franco Baldini hætti með Roma á dögunum og vilja forráðamenn félagsins ólmir klófesta þennan snjalla stjóra.
Laudrup hefur verið við stjórnvölinn hjá Swansea í eitt ár og nú þegar unnið titil fyrir félagið en liðið varð deildarbikarmeistari á tímabilinu.
Stjórinn er nú efstur á óskalista eiganda Roma en Laudrup mun ræða við forráðamenn Swansea síðar í dag um framtíð sína hjá félaginu.
Laudrup gæti farið til Roma
