Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Stjarnan 0-3 | Meistararnir í undanúrslit Sigmar Sigfússon skrifar 28. júní 2013 16:19 Bikarmeistarar Stjörnunnar komust í kvöld áfram í undanúrslit Borgunarbikars kvenna eftir 3-0 sigur á Val en þessi sömu lið áttust við í úrslitaleiknum í fyrra. Rúna Sif Stefánsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Stjörnuna í kvöld og Danka Podovac eitt. Stjarnan, Breiðablik, Fylkir og Þór/KA eru því komin áfram í undanúrslit bikarsins. Leikurinn fór rólega af stað og gerðist lítið í leiknum þar til á 15. mínútu. Harpa Þorsteinsdóttir, sóknarmaður Stjörnunnar, átti þá langa og góða sendingu inn fyrir vörn Vals. Þar var Rúna Sif Stefánsdóttir mætt á harðaspretti og tók nokkrar snertingar á knöttinn áður en hún skaut framhjá markmanni Vals og skoraði. Eftir markið voru Garðbæingarnir mun sterkari aðilinn í leiknum. Valsstúlkur áttu ekki sinn besta leik í fyrri hálfleik og fór svo að gestirnir bættu við marki á 36. mínútu. Þar var að verki Danka Podovac. Danka fékk boltann inn í teig og skoraði auðveldlega með fínu skoti. Staðan var 0-2 fyrir Stjörnustúlkum í hálfleik. Seinni háfleikur var vægast sagt bragðdaufur og lítið um færi. Valsstúlkur sóttu þó örlítið í sig veðrið undir lok hálfleiksins og voru ansi líklegar á köflum. Það var þó Stjarnan sem skoraði þriðja og síðasta mark leiksins. Rúna Sif skoraði sitt annað mark í leiknum á 86. mínútu eftir sendingu frá Hörpu líkt og í fyrsta markinu. Skotið var langt fyrir utan teig og söng í netinu, einkar glæsilegt hjá henni. Þetta mark var rothöggið sem Stjarnan var að leita að. Stjarnan vann, 3-0, og liðið því komið áfram í undanúrslit Borgunarbikarsins. Stjarnan er ríkjandi bikarmeistari og verður að teljast ansi líkleg þetta árið einnig.Þorlákur: Þetta var nokkuð öruggt „Ég er fyrst og fremst ánægður. Það er komin þreyta í flest lið í deildinni vegna álags og þetta gat endað hvoru megin sem var. Þær náðu ekkert að opna okkur í þessum leik. Þetta var nokkuð öruggt,“ sagði Þorlákur Már Árnason, þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. „Þetta var þægileg forysta og við duttum aðeins of aftarlega hérna í seinni hálfleik. Það var ekki planið en það gerist.“ En er það einhver óska mótherji í næstu umferð? „Ég veit ekki hverjir fóru áfram en það væri fínt að fá heimaleik núna,“ sagði Þorlákur léttur í lokin.Helena: Ekki líkar sjálfum okkur „Ég er mjög ósátt við þetta. Við vorum einhvernveginn ekki klárar, hræddar og ekki líkar sjálfum okkur,“ sagði Helena Ólafsdóttir, þjálfari Vals hundfúl eftir leikinn. „Síðan í þessu þriðja marki hjá þeim vorum við farnar að taka sénsa. Við fengum ódýr mörk á okkur í fyrri hálfleik og svo vantaði mikið upp á sóknarleikinn hjá okkur.“ „Það voru ekki mörg opin færi í þessum leik og þessi mörk sem við fengum á okkur eru allt mörk sem við eigum að verjast,“ sagði Helena að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
Bikarmeistarar Stjörnunnar komust í kvöld áfram í undanúrslit Borgunarbikars kvenna eftir 3-0 sigur á Val en þessi sömu lið áttust við í úrslitaleiknum í fyrra. Rúna Sif Stefánsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Stjörnuna í kvöld og Danka Podovac eitt. Stjarnan, Breiðablik, Fylkir og Þór/KA eru því komin áfram í undanúrslit bikarsins. Leikurinn fór rólega af stað og gerðist lítið í leiknum þar til á 15. mínútu. Harpa Þorsteinsdóttir, sóknarmaður Stjörnunnar, átti þá langa og góða sendingu inn fyrir vörn Vals. Þar var Rúna Sif Stefánsdóttir mætt á harðaspretti og tók nokkrar snertingar á knöttinn áður en hún skaut framhjá markmanni Vals og skoraði. Eftir markið voru Garðbæingarnir mun sterkari aðilinn í leiknum. Valsstúlkur áttu ekki sinn besta leik í fyrri hálfleik og fór svo að gestirnir bættu við marki á 36. mínútu. Þar var að verki Danka Podovac. Danka fékk boltann inn í teig og skoraði auðveldlega með fínu skoti. Staðan var 0-2 fyrir Stjörnustúlkum í hálfleik. Seinni háfleikur var vægast sagt bragðdaufur og lítið um færi. Valsstúlkur sóttu þó örlítið í sig veðrið undir lok hálfleiksins og voru ansi líklegar á köflum. Það var þó Stjarnan sem skoraði þriðja og síðasta mark leiksins. Rúna Sif skoraði sitt annað mark í leiknum á 86. mínútu eftir sendingu frá Hörpu líkt og í fyrsta markinu. Skotið var langt fyrir utan teig og söng í netinu, einkar glæsilegt hjá henni. Þetta mark var rothöggið sem Stjarnan var að leita að. Stjarnan vann, 3-0, og liðið því komið áfram í undanúrslit Borgunarbikarsins. Stjarnan er ríkjandi bikarmeistari og verður að teljast ansi líkleg þetta árið einnig.Þorlákur: Þetta var nokkuð öruggt „Ég er fyrst og fremst ánægður. Það er komin þreyta í flest lið í deildinni vegna álags og þetta gat endað hvoru megin sem var. Þær náðu ekkert að opna okkur í þessum leik. Þetta var nokkuð öruggt,“ sagði Þorlákur Már Árnason, þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. „Þetta var þægileg forysta og við duttum aðeins of aftarlega hérna í seinni hálfleik. Það var ekki planið en það gerist.“ En er það einhver óska mótherji í næstu umferð? „Ég veit ekki hverjir fóru áfram en það væri fínt að fá heimaleik núna,“ sagði Þorlákur léttur í lokin.Helena: Ekki líkar sjálfum okkur „Ég er mjög ósátt við þetta. Við vorum einhvernveginn ekki klárar, hræddar og ekki líkar sjálfum okkur,“ sagði Helena Ólafsdóttir, þjálfari Vals hundfúl eftir leikinn. „Síðan í þessu þriðja marki hjá þeim vorum við farnar að taka sénsa. Við fengum ódýr mörk á okkur í fyrri hálfleik og svo vantaði mikið upp á sóknarleikinn hjá okkur.“ „Það voru ekki mörg opin færi í þessum leik og þessi mörk sem við fengum á okkur eru allt mörk sem við eigum að verjast,“ sagði Helena að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast