Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Breiðablik 2-3 | Blikar áfram Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli skrifar 28. júní 2013 16:04 Berglind Björg Þorvaldsdóttir reyndist sínum gömlu félögum í ÍBV erfið en hún átti stóran þátt í 3-2 sigri Breiðabliks í Eyjum í kvöld. Þar með er ljóst að Breiðablik er komið áfram í undanúrslit Borgunarbikars kvenna en hinir leikirnir í fjórðungsúrslitunum fara fram í kvöld. Þessi lið áttust einnig við í 8-liða úrslitum í bikarkeppninni í fyrra og líkt og þá sóttu Blikastelpur sigur og komu sér í undanúrslitin. Leikurinn í kvöld var í vægast sagt fjörugur þar sem mörkin komu í öllum regnbogans litum. Fyrsta markið leit dagsins ljós eftir 12 mínútur en þar var að verki Þórhildur Ólafsdóttir sem skoraði með skoti fyrir utan teig. Þá var komið að einu af mörkum sumarsins frá Grétu Mjöll Samúelsdóttur sem skoraði frá um það bil 40 metrum frá hliðarlínunni ótrúlegt mark en það er spurning hvort Bryndís Lára hefði getað gert betur í marki Eyjakvenna. Hvítklæddar Eyjakonur létu það ekki á sig fá og svöruðu stuttu seinna en þar var að verki Shaneka Gordon sem tók vel á móti boltanum og lagði hann framhjá Mist í markinu. Seinni hálfleikur var eign Blikastúlkna en Berglind Björg, fyrrum leikmaður ÍBV, skoraði bæði mörk Blika og tryggði gestunum sigur. Það fyrra úr vítateignum eftir frábæra móttöku og það seinna úr aukaspyrnu af um það bil 25 metrum, þar sem Bryndís hefði getað gert betur í markinu. Sigurinn fleytir Blikastelpum í undanúrslitin í Borgunarbikarnum en þar geta þær mætt Þór/KA, ásamt sigurvegurum úr leik Stjörnunnar og Vals og úr leik HK/Víkings og Fylkis. Eyjakonur sitja eftir með sárt ennið en geta þó farið að einbeita sér að deildinni þar sem þeim hefur gengið prýðilega.Berglind Björg: Ég get skorað úr þessum aukaspyrnum „Þetta var virkilega sætt, það er mjög erfitt að koma hérna á Hásteinsvöll og þá sérstaklega í grænu treyjunni þar sem ég hef alltaf spilað í þeirri hvítu,“ voru fyrstu orð Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur eftir 2-3 sigur Blika á ÍBV á Hásteinsvelli nú rétt í þessu. Berglind er fyrrum leikmaður ÍBV og hefur þetta því verið rosalega sætur sigur fyrir hana. „Hlynur sagði fyrir nokkrum leikjum síðan að ef að við myndum ekki fara að skora úr þessum aukaspyrnum þá myndi hann skipta um spyrnumenn, en ég sýndi honum í dag að ég get skorað úr þessum aukaspyrnum,“ hélt Berglind áfram en hún skoraði tvö mörk í þessum leik en annað þeirra var stórglæsilegt úr aukaspyrnu. Berglind spilaði fyrir ÍBV í fyrra þegar að Blikar unnu sigur eftir vítakeppni og æsispennandi leik. Berglind sagðist hafa verið hrædd um að leikurinn myndi enda í vítakeppni í lokin en hún sagðist ekki hafa verið stressuð. „Þetta gefur mikið sjálfstraust í klefann, við eigum Stjörnuna á mánudaginn og við ætlum að vinna þann leik,“ sagði Berglind að lokum en hún lítur björtum augum á framhaldið í deildinni.Hlynur Svan: Formið á liðunum kom í ljós í seinni hálfleik „Þetta var rosalega sætt, það er mjög erfitt að koma hingað til Vestmannaeyja og gera eitthvað á þessum erfiða útivelli á móti erfiðu liði,“ sagði Hlynur Svan Eiríksson eftir 2-3 sigur sinna kvenna í Vestmannaeyjum í dag. „Þetta var rosalega fallegt mark, við vorum búin að tala um þetta fyrir leik að hún ætti að koma sér rétt inn fyrir miðju og nýta sér þennan vind með því að skjóta á markið,“ sagði Hlynur en Gréta Mjöll Samúelsdóttir skoraði frábært mark í dag, langt fyrir utan frá hliðarlínunni. „Í seinni hálfleik þá kom í ljós formið á liðunum, þess vegna gátum við haldið uppi sama tempo-i og í fyrri hálfleik sem þær gerðu ekki,“ bætti Hlynur við en staðan í hálfleik var 2-1 fyrir heimastúlkum en það snerist svo sannarlega við í seinni hálfleik. „Það er rosalega sætt að vera komin áfram, þessi sigur telur ekkert nema að við verðum bikarmeistarar, því að aðeins eitt lið verður bikarmeistari,“ voru lokaorð Hlyns sem að var líflegur á hliðarlínunni að vanda. Íslenski boltinn Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Berglind Björg Þorvaldsdóttir reyndist sínum gömlu félögum í ÍBV erfið en hún átti stóran þátt í 3-2 sigri Breiðabliks í Eyjum í kvöld. Þar með er ljóst að Breiðablik er komið áfram í undanúrslit Borgunarbikars kvenna en hinir leikirnir í fjórðungsúrslitunum fara fram í kvöld. Þessi lið áttust einnig við í 8-liða úrslitum í bikarkeppninni í fyrra og líkt og þá sóttu Blikastelpur sigur og komu sér í undanúrslitin. Leikurinn í kvöld var í vægast sagt fjörugur þar sem mörkin komu í öllum regnbogans litum. Fyrsta markið leit dagsins ljós eftir 12 mínútur en þar var að verki Þórhildur Ólafsdóttir sem skoraði með skoti fyrir utan teig. Þá var komið að einu af mörkum sumarsins frá Grétu Mjöll Samúelsdóttur sem skoraði frá um það bil 40 metrum frá hliðarlínunni ótrúlegt mark en það er spurning hvort Bryndís Lára hefði getað gert betur í marki Eyjakvenna. Hvítklæddar Eyjakonur létu það ekki á sig fá og svöruðu stuttu seinna en þar var að verki Shaneka Gordon sem tók vel á móti boltanum og lagði hann framhjá Mist í markinu. Seinni hálfleikur var eign Blikastúlkna en Berglind Björg, fyrrum leikmaður ÍBV, skoraði bæði mörk Blika og tryggði gestunum sigur. Það fyrra úr vítateignum eftir frábæra móttöku og það seinna úr aukaspyrnu af um það bil 25 metrum, þar sem Bryndís hefði getað gert betur í markinu. Sigurinn fleytir Blikastelpum í undanúrslitin í Borgunarbikarnum en þar geta þær mætt Þór/KA, ásamt sigurvegurum úr leik Stjörnunnar og Vals og úr leik HK/Víkings og Fylkis. Eyjakonur sitja eftir með sárt ennið en geta þó farið að einbeita sér að deildinni þar sem þeim hefur gengið prýðilega.Berglind Björg: Ég get skorað úr þessum aukaspyrnum „Þetta var virkilega sætt, það er mjög erfitt að koma hérna á Hásteinsvöll og þá sérstaklega í grænu treyjunni þar sem ég hef alltaf spilað í þeirri hvítu,“ voru fyrstu orð Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur eftir 2-3 sigur Blika á ÍBV á Hásteinsvelli nú rétt í þessu. Berglind er fyrrum leikmaður ÍBV og hefur þetta því verið rosalega sætur sigur fyrir hana. „Hlynur sagði fyrir nokkrum leikjum síðan að ef að við myndum ekki fara að skora úr þessum aukaspyrnum þá myndi hann skipta um spyrnumenn, en ég sýndi honum í dag að ég get skorað úr þessum aukaspyrnum,“ hélt Berglind áfram en hún skoraði tvö mörk í þessum leik en annað þeirra var stórglæsilegt úr aukaspyrnu. Berglind spilaði fyrir ÍBV í fyrra þegar að Blikar unnu sigur eftir vítakeppni og æsispennandi leik. Berglind sagðist hafa verið hrædd um að leikurinn myndi enda í vítakeppni í lokin en hún sagðist ekki hafa verið stressuð. „Þetta gefur mikið sjálfstraust í klefann, við eigum Stjörnuna á mánudaginn og við ætlum að vinna þann leik,“ sagði Berglind að lokum en hún lítur björtum augum á framhaldið í deildinni.Hlynur Svan: Formið á liðunum kom í ljós í seinni hálfleik „Þetta var rosalega sætt, það er mjög erfitt að koma hingað til Vestmannaeyja og gera eitthvað á þessum erfiða útivelli á móti erfiðu liði,“ sagði Hlynur Svan Eiríksson eftir 2-3 sigur sinna kvenna í Vestmannaeyjum í dag. „Þetta var rosalega fallegt mark, við vorum búin að tala um þetta fyrir leik að hún ætti að koma sér rétt inn fyrir miðju og nýta sér þennan vind með því að skjóta á markið,“ sagði Hlynur en Gréta Mjöll Samúelsdóttir skoraði frábært mark í dag, langt fyrir utan frá hliðarlínunni. „Í seinni hálfleik þá kom í ljós formið á liðunum, þess vegna gátum við haldið uppi sama tempo-i og í fyrri hálfleik sem þær gerðu ekki,“ bætti Hlynur við en staðan í hálfleik var 2-1 fyrir heimastúlkum en það snerist svo sannarlega við í seinni hálfleik. „Það er rosalega sætt að vera komin áfram, þessi sigur telur ekkert nema að við verðum bikarmeistarar, því að aðeins eitt lið verður bikarmeistari,“ voru lokaorð Hlyns sem að var líflegur á hliðarlínunni að vanda.
Íslenski boltinn Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira