Ford hættir framleiðslu Harley Davidson útgáfu F-150 Finnur Thorlacius skrifar 25. júní 2013 08:45 Ford F-150 Harley Davidson pallbíll og Harley Davidson mótorhjól Það er í sjálfu sér hálfundarlegt að Ford hafi framleitt F-150 pallbílinn í útfærslu sem kennd hefur verið við Harley Davidson mótorhjól. Ford segir að aðeins 1-2% af seldum F-150 bílum hafi verið af þessari gerð, svo ekki sé nú mjög sársaukafullt að leggja niður þessa gerð hins vinsæla pallbíls. Framleiðsla Harley Davidson útgáfu F-150 hófst árið 1999 og átti að höfða til þeirra sem samsvöruðu lífstíl sínum við mótorhjólin hippalegu, en vildu eiga pallbíl. Það eru greinilega ekki nógu margir sem höfðu þessa samsvörun. Kaupendur F-150 pallbílsins geta nú aðeins valið á milli gerðanna Platinum, King Ranch, Lariat og Lariat Limited, auk hefðbundinnar gerðar! Aumingja kaupendur. Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent
Það er í sjálfu sér hálfundarlegt að Ford hafi framleitt F-150 pallbílinn í útfærslu sem kennd hefur verið við Harley Davidson mótorhjól. Ford segir að aðeins 1-2% af seldum F-150 bílum hafi verið af þessari gerð, svo ekki sé nú mjög sársaukafullt að leggja niður þessa gerð hins vinsæla pallbíls. Framleiðsla Harley Davidson útgáfu F-150 hófst árið 1999 og átti að höfða til þeirra sem samsvöruðu lífstíl sínum við mótorhjólin hippalegu, en vildu eiga pallbíl. Það eru greinilega ekki nógu margir sem höfðu þessa samsvörun. Kaupendur F-150 pallbílsins geta nú aðeins valið á milli gerðanna Platinum, King Ranch, Lariat og Lariat Limited, auk hefðbundinnar gerðar! Aumingja kaupendur.
Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent