Fimm leikjum er nýlokið í 1. deild karla í knattspyrnu en þar ber helst að nefna flottan sigur KA-manna á liðið BÍ/Bolungarvíkur fyrir norðan. Hallgrímur Mar Steingrímsson, leikmaður KA, gerði eina mark leiksins rétt fyrir lok fyrri hálfleiks.
Selfoss og Þróttur skildu jöfn, 2-2, á Selfossi en heimamenn gerði tvö fyrstu mörk leiksins en Þróttarar svöruðu með tveim næstu og niðurstaðan því jafntefli.
Topplið Grindavík vann góðan sigur á Leikni, 3-2, í Grindavík en liðið er í efsta sæti deildarinnar með 18 stig.
Hér að neðan má sjá úrslit dagsins:
KF - Tindastóll 1 - 1
KA - BÍ/Bolungarvík 1-0
Selfoss - Þróttur R. 2 - 2
Víkingur R.- Haukar 2 - 2
Grindavík - Leiknir R. 3-2
Grindavík rígheldur í toppsætið
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið




Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn
Enski boltinn






Aron verður heldur ekki með í dag
Handbolti