Ebba Guðný Guðmundsdóttir, matgæðingur með meiru, eldar í meðfylgjandi myndskeiði dásamlegar muffukökur. Eins og sjá má talar Ebba ensku en er dásamleg þrátt fyrir það í alla staði.
Uppskriftin hennar Ebbu er einstök að því leiti að hún notar Via-Health Stevia dropana sem er náttúruleg hitaeiningalaus lifrænt ræktuð sæta sem er notað í stað sykurs. Það sem er einstakt við sætuefnið (dropana) er að það skemmir ekki tennur og hefur ekki áhrif á blóðsykurinn.
Droparnir sem Ebba notar eru framleiddir á Íslandi
Í dag, fimmtudaginn 20. júní klukkan 16:00, verður Stevíuver Via Health opnað með stuttri athöfn að Gjótuhrauni 8 í Hafnarfirði þar sem vatnsveita bæjarins var áður til húsa.
Viðstaddir athöfnina verða auk bæjarstjórans í Hafnarfirði, bæjarstjóri Boli í Heilongijang í Kína, ásamt formönnum landbúnaðar- og umbótanefndar Boli sýslu.
Stevíuver Via Health droparnir sem Ebba notar í baksturinn hafa það hlutverk að framleiða og dreifa sætu, sem unnin er úr lífrænt ræktaðri Stevíujurt, í Evrópu og á austurströnd Bandaríkjanna.
Stevíujurtin er ræktuð í norðausturhluta Kína í einni uppskeru á ári. Aðstandendur Via Health stefna að því að gera Ísland að framleiðsluog dreifingarmiðstöð fyrir Stevíusætu til ESB ríkja og Bandaríkjanna.
Hægt er að afgreiða vöruna á einni til tveimur vikum frá Íslandi sem tæki um átta til níu vikur frá Kína. Jurtin Stevia rebaudina, hefur verið notuð um aldir af Guarani Indíánum í Paragvæ, sem nefndu hana sætulauf eða hunangslauf. Í Suður-Ameríku er jurtin þekkt undir nafninu sætujurt. Frá Suður- Ameríku hefur hún borist til margra landa í Asíu og er sæta úr Stevíujurtinni mikið notuð til dæmis í Kína og Japan.
Stevíusæta hefur verið notuð i Bandaríkjunum og í Asíu um áratuga skeið og var viðurkennd af Evrópusambandinu árið 2011 sem sætuauki í matvæli.
Gestum og gangandi er velkomið að mæta á opnuna og fá sér smakk. Í boði eru veitingar með sætudropunum svo fólk geti dæmt hver fyrir sig hvernig þeir smakkast.
Uppskrift
4 hamingjusöm egg
4 msk. lífrænt hunang
1 tsk af steviu (vanillu, súkkulaði, eða það sem þér finnst best)
3 tsk vínsteinslyftiduft
150gr spelt
80gr smjör
Súkkulaðibitar