Hafdís fór á kostum á Landsmótinu | Aldrei verið í betra formi 7. júlí 2013 18:03 Hafdís Sigurðardóttir Hafdís Sigurðardóttir, frjálsíþróttakona úr Ungmennafélagi Akureyrar, fór á kostum á Landsmótinu sem haldið var á Selfossi um helgina. Hún segist vera í besta formi lífs síns en hún sigraði í þremur einstaklingsgreinum á mótinu. Í dag sigraði hún bæði í 100 og 200 metra hlaupum og í gær stökk hún lengst allra í langstökki og setti um leið landsmótsmet. ,,Ég var mjög sátt við 200 metra hlaupið þrátt fyrir mikinn vind á móti í beygjunni en þetta lagaðist síðan á beinu brautinni. Ég er sátt þegar upp er staðið og að hlaupa undir 24 sekúndum er ágætt út af fyrir sig,“ sagði Hafdís skömmu eftir hlaupið. Hafdís sagðist ennfremur vera ánægð með langstökkið í gær, gott væri að setja landsmótsmet og að ná að fara yfir sex metra. ,,Það er alltaf gaman að koma á Landsmót, ákveðin stemning sem hér myndast en auðvitað hefði veðrið mátt vera betra og fleira fólk í stúkunni. Ég held að keppendur hafa verið ánægðir með mótið og árangur í mörgum greinum var góður og margir voru að bæta sinn árangur,“ sagði Hafdís. Aðspurð um framhaldið sagði Hafdís að nú tæki við smá pása en síðan færi allt á fullt innan skamms. ,,Ég er í besta keppnisformi á ferlinum og vonandi held ég áfram að bæta mig. Ég hef æft mikið og er að uppskera núna laun erfiðisins. Mér hefur gengið ofsalega vel í sumar,“ sagði Hafdís Sigurðardóttir. Frjálsar íþróttir Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Krossbandið hélt en annars „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Sjá meira
Hafdís Sigurðardóttir, frjálsíþróttakona úr Ungmennafélagi Akureyrar, fór á kostum á Landsmótinu sem haldið var á Selfossi um helgina. Hún segist vera í besta formi lífs síns en hún sigraði í þremur einstaklingsgreinum á mótinu. Í dag sigraði hún bæði í 100 og 200 metra hlaupum og í gær stökk hún lengst allra í langstökki og setti um leið landsmótsmet. ,,Ég var mjög sátt við 200 metra hlaupið þrátt fyrir mikinn vind á móti í beygjunni en þetta lagaðist síðan á beinu brautinni. Ég er sátt þegar upp er staðið og að hlaupa undir 24 sekúndum er ágætt út af fyrir sig,“ sagði Hafdís skömmu eftir hlaupið. Hafdís sagðist ennfremur vera ánægð með langstökkið í gær, gott væri að setja landsmótsmet og að ná að fara yfir sex metra. ,,Það er alltaf gaman að koma á Landsmót, ákveðin stemning sem hér myndast en auðvitað hefði veðrið mátt vera betra og fleira fólk í stúkunni. Ég held að keppendur hafa verið ánægðir með mótið og árangur í mörgum greinum var góður og margir voru að bæta sinn árangur,“ sagði Hafdís. Aðspurð um framhaldið sagði Hafdís að nú tæki við smá pása en síðan færi allt á fullt innan skamms. ,,Ég er í besta keppnisformi á ferlinum og vonandi held ég áfram að bæta mig. Ég hef æft mikið og er að uppskera núna laun erfiðisins. Mér hefur gengið ofsalega vel í sumar,“ sagði Hafdís Sigurðardóttir.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Krossbandið hélt en annars „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Sjá meira