Mario Balotelli, framherji AC Milan, beitti sér fyrir því að fá Carlos Tevez til félagsins frá Man. City en Argentínumaðurinn hlustaði ekki á Balotelli.
"Við Tevez erum vinir. Ég sagði honum að koma til Milan. Hann hlustaði ekki á mig og fór frekar til Juventus," sagði Balotelli.
Balotelli segist helst vilja fá Zlatan Ibrahimovic aftur til Milan. Hann á þó ekki von á því að það gerist. Hann gleðst þó yfir því að Stephan El Shaarawy verði áfram hjá félaginu.
"Ég er mjög ánægður með að við skulum halda honum. Við megum illa við því að missa menn og þurfum helst að styrkja okkur. Ég verð hér áfram næstu árin. Milan er mitt lið."
Tevez hlustaði ekki á Balotelli

Mest lesið



Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út
Enski boltinn

Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni
Íslenski boltinn


55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri
Íslenski boltinn




Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth
Enski boltinn