Vuhl sportari frá Mexíkó Finnur Thorlacius skrifar 6. júlí 2013 13:00 Vuhl 05 sportbíllinn Í Mexíkó eru framleidd ógrynni bíla, en það á þó nær eingöngu fyrir stórframleiðendur eins og Volkswagen, Chevrolet og Nissan. Þetta er þó að breytast og færðar hafa verið hér fréttir af sjálfstæðum framleiðendum sem ætla aðallega að hasla sér völl á sportbílasviðinu. Einn þessara smáu framleiðenda kynnti fyrstu afurð sína í London í vikunni. Sá bíll ber nafnið Vuhl 05 en Vuhl stendur fyrir "Vehicles of Ultra High-performance and Lightweight". Það á reyndar ágætlega við bílinn því hann er innan við 700 kíló en samt með 285 hestafla vél og kemst í hundraðið á 3,7 sekúndum. Vélin er 2,0 l. EcoBoost vél frá Ford með öflugri forþjöppu. Þessi bíll er stuttur og lágur og helst í ætt við bíla eins KTM X-Bow eða Lotus 2-Eleven. Yfirbygging bílsins er framleidd í Kanada, undirvagn og stýring hans er fínstillt í Englandi, en samsetning hans á sér að mestu stað í Mexíkó. Vuhl ætlar sér að framleiða aðeins 50 svona bíla á ári og verðið verður rétt yfir 100.000 dollurum. Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english
Í Mexíkó eru framleidd ógrynni bíla, en það á þó nær eingöngu fyrir stórframleiðendur eins og Volkswagen, Chevrolet og Nissan. Þetta er þó að breytast og færðar hafa verið hér fréttir af sjálfstæðum framleiðendum sem ætla aðallega að hasla sér völl á sportbílasviðinu. Einn þessara smáu framleiðenda kynnti fyrstu afurð sína í London í vikunni. Sá bíll ber nafnið Vuhl 05 en Vuhl stendur fyrir "Vehicles of Ultra High-performance and Lightweight". Það á reyndar ágætlega við bílinn því hann er innan við 700 kíló en samt með 285 hestafla vél og kemst í hundraðið á 3,7 sekúndum. Vélin er 2,0 l. EcoBoost vél frá Ford með öflugri forþjöppu. Þessi bíll er stuttur og lágur og helst í ætt við bíla eins KTM X-Bow eða Lotus 2-Eleven. Yfirbygging bílsins er framleidd í Kanada, undirvagn og stýring hans er fínstillt í Englandi, en samsetning hans á sér að mestu stað í Mexíkó. Vuhl ætlar sér að framleiða aðeins 50 svona bíla á ári og verðið verður rétt yfir 100.000 dollurum.
Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english