Stjórn Körfuknattleiksdeildar Íslands hefur ákveðið að breyta fyrirkomulaginu í úrslitakeppni Dominos deildar karla en á næsta ári verða liðin að vinna þrjá leiki í 8-liða úrslitum í stað tveggja eins og áður hefur verið.
Þetta þýðir bara fleiri leikir og meiri skemmtun en úrslitakeppnin í körfubolta hefur verið frábær undanfarinn ár og fjölmargir leikir sýndir beint á Stöð 2 Sport.
Grindavík varð Íslandsmeistari í körfubolta karla eftir sigur gegn Stjörnunni í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Breytingin á aðeins við í karlaflokki.
