Knattspyrnumaðurinn Erlingur Jack Guðmundsson hefur skipt um félag en hann er genginn til liðs við Gróttu frá Þrótti.
Erlingur er nú þegar kominn með leikheimild með nýja félaginu og getur því tekið þátt í leiknum gegn ÍR í 2. deildinni í kvöld.
Mikil ólga hefur verið innan herbúðar Þróttara eftir að Páll Einarsson var rekinn sem þjálfari liðsins og Zoran Miljkovic tók við.
Erlingur var ekki inn í framtíðarsýn Miljkovic og hefur því tekið þá ákvörðun að yfirgefa félagið.
Þessi 32 ára leikmaður hefur áður leikið með ÍR og Aftureldingu og mun án efa styrkja lið Gróttu.
Erlingur Jack í Gróttu
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið




Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn
Enski boltinn





Aron verður heldur ekki með í dag
Handbolti
