Ingólfur Sigurðsson hefur ákveðið að ganga til liðs við Þróttara en hann hefur undanfarna mánuði verið á mála hjá Valsmönnum.
Ingólfur verður því lánaður frá Valsmönnum yfir í Laugardalinn þar sem hann klárar tímabilið með Þrótti.
Leikmaðurinn verður löglegur þegar liðið mætir Víkingi R. í 1. deildinni annað kvöld en Ingólfur mun án efa styrkja Þróttara fyrir komandi átök í deildinni. Liðið hefur ekki náð sér á strik á tímabilinu og situr nú í næstneðsta sætinu með átta stig.
Ingólfur hefur ekki komið við sögu í leikjum Hlíðarendapilta í sumar en leikmaðurinn mun líklega fá mun meiri spiltíma hjá Þrótturum.
Þessi tvítugi leikmaður hefur ávallt verið talinn mikið efni og hefur meðal annars leikið með Heerenven, KR og nú síðast með danska félaginu Lyngby.
Ingólfur fer á lán til Þróttar
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið








Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn
Enski boltinn


Aron verður heldur ekki með í dag
Handbolti