Spretthlauparinn Tyson Gay féll á lyfjaprófi og mun því ekki keppa á heimsmeistaramótinu í Moskvu í ágúst. Gay á fljótasta tíma ársins í 100 metra hlaupi en féll á lyfjaprófi sem hann fór í 16. maí.
B prófið sem Gay fór í hefur staðfest niðurstöðu fyrra prófsins og hinn 30 ára gamli hlaupari hefur þegar viðurkennt sekt sína.
„Ég er ekki með neina sögu um að skemmt hafi verið fyrir mér. Ég treysti einstaklingi sem brást mér,“ sagði Gay.
Gay á þrjá bestu tíma ársins í 100 metra hlaupi og var mikil tilhlökkun í heimi frjálsra íþrótta eftir því að sjá hann og Usain Bolt takast á í Moskvu.
Gay féll á lyfjaprófi | Missir af HM
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið

„Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“
Íslenski boltinn


Skelltu sér í jarðarför Hauka
Körfubolti



„Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“
Íslenski boltinn



