Aníta Hinriksdóttir varð í dag heimsmeistari ungmenna í 800 metra hlaupi en keppt var í Donetsk í Úkraínu.
Aníta er fyrsti heimsmeistari sem Ísland eignast í frjálsum íþróttum ungmenna. Hún kom í mark á 2:01,13 mínútum og var um tveimur sekúndum á undan næsta keppanda.
Viðtal við Anítu Hinriksdóttur má sjá hér.
Viðtal við Gunnar Pál Jóakimsson að hlaupinu loknu má sjá hér.
Á vef Rúv má sjá myndband frá úrslitahlaupinu í Donetsk. Sjá hér.
