"Aníta er í skýjunum" Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júlí 2013 14:10 Mynd/Samsett „Hún sýndi algjörlega styrk sinn og okkar áætlun gekk alveg upp," segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari heimsmeistarans í 800 metra hlaupi kvenna 17 ára og yngri Anítu Hinriksdóttur.Aníta kom, sá og sigraði í úrslitahlaupinu í Donetsk í dag. Hún kom í mark á tímanum 2:01,13 mínútur og var um tveimur sekúndum á undan næsta keppenda. „Henni leið vel í upphituninni og var mjög vel stemmd. Ég fann að hún var aðeins þreytt í fyrsta hlaupinu, hún var mun betri í fyrradag og var mjög vel stemmd núna," segir Gunnar Páll. Fyrri hringurinn í Donetsk var mjög hraður en Aníta hjóp hann á 58,25 sekúndum. „Hún ætlaði ekki að fara alveg svona hratt en hinir keppendurnir pressuðu á það. Ég sagði við hana að ef fyrri hringurinn yrði mjög hraður þá myndi hún þola það best af þeim öllum." Þegar Aníta ætlaði að taka fram úr að loknum fyrsta hring virtust keppendur ýta hvor öðrum. Óhætt er að segja að blaðamanni hafi ekki staðið á sama.„Það voru smá stimpingar en það var viðbúið. Stóra málið er að örvænta ekki jafnvel þótt maður lokist inni á milli keppenda í smá stund. Það gerðist reyndar ekki," segir Gunnar Páll. Dagskipunin hafi verið að nota næstu þrjátíu metra til að bregðast við því. Ekki bregðast strax við með látum heldur vinna úr því. Gunnar Páll segir mikla vinna og skipulagningu liggja að baki árangrinum. „Við ætluðum að vera í toppformi hér, það var aðalmarkmiðið í ár og frábært þegar svoleiðis gengur upp." Heimsmeistarinn Aníta var önnum kafinn að veita viðtöl við fréttamenn í Donetsk. Gunnar Páll sagði að hún væri í skýjunum með árangurinn. „Það er verðlaunaafhending framundan. Það verður gaman að henni líka. Sjá fánann og heyra þjóðsönginn." Frjálsar íþróttir Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Sjá meira
„Hún sýndi algjörlega styrk sinn og okkar áætlun gekk alveg upp," segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari heimsmeistarans í 800 metra hlaupi kvenna 17 ára og yngri Anítu Hinriksdóttur.Aníta kom, sá og sigraði í úrslitahlaupinu í Donetsk í dag. Hún kom í mark á tímanum 2:01,13 mínútur og var um tveimur sekúndum á undan næsta keppenda. „Henni leið vel í upphituninni og var mjög vel stemmd. Ég fann að hún var aðeins þreytt í fyrsta hlaupinu, hún var mun betri í fyrradag og var mjög vel stemmd núna," segir Gunnar Páll. Fyrri hringurinn í Donetsk var mjög hraður en Aníta hjóp hann á 58,25 sekúndum. „Hún ætlaði ekki að fara alveg svona hratt en hinir keppendurnir pressuðu á það. Ég sagði við hana að ef fyrri hringurinn yrði mjög hraður þá myndi hún þola það best af þeim öllum." Þegar Aníta ætlaði að taka fram úr að loknum fyrsta hring virtust keppendur ýta hvor öðrum. Óhætt er að segja að blaðamanni hafi ekki staðið á sama.„Það voru smá stimpingar en það var viðbúið. Stóra málið er að örvænta ekki jafnvel þótt maður lokist inni á milli keppenda í smá stund. Það gerðist reyndar ekki," segir Gunnar Páll. Dagskipunin hafi verið að nota næstu þrjátíu metra til að bregðast við því. Ekki bregðast strax við með látum heldur vinna úr því. Gunnar Páll segir mikla vinna og skipulagningu liggja að baki árangrinum. „Við ætluðum að vera í toppformi hér, það var aðalmarkmiðið í ár og frábært þegar svoleiðis gengur upp." Heimsmeistarinn Aníta var önnum kafinn að veita viðtöl við fréttamenn í Donetsk. Gunnar Páll sagði að hún væri í skýjunum með árangurinn. „Það er verðlaunaafhending framundan. Það verður gaman að henni líka. Sjá fánann og heyra þjóðsönginn."
Frjálsar íþróttir Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Sjá meira