Lyfjum sprautað í fórnarlambið - neitar alfarið sök Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar 13. júlí 2013 18:53 Stefán Logi Sívarsson kom fyrir dómara við Héraðsdóm Reykjaness seinni partinn í dag þar sem krafist var gæsluvarðhalds yfir honum. Sérsveit lögreglunnar handtók Stefán í sumarbústað í Miðhúsaskógi í gærkvöldi og höfðu mikinn viðbúnað. Stefáni er gefið að sök tvær líkamsárásir og er önnur þeirra árás á karlmann á þrítugsaldri, en honum var haldið nauðugum í um sólarhring og misþyrmt. Sjónarvottur, sem sá fórnarlambið eftir að hann komst út úr íbúðarhúsi á Stokkseyri þar sem honum var haldið, sagði í samtali við fréttastofu í gær að maðurinn hefði verið mjög illa leikinn, allur skorinn, bólginn í andliti og vankaður. Heimildir fréttastofu herma að ýmis áhöld hafi verið notuð til að pynta manninn á meðan hann var frelsissviptur og að meðal annars hafi fórnarlambið verið barinn með svipu og sprautuð í hann lyfjum. Stefán Logi neitar allri sök í málinu en dómari féllst á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir honum á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Lögmaður Stefáns hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Hæstaréttar og segir hann ekki grunaðan um að hafa verið viðstaddan árásina á Stokkseyri. „Hann hafnar alfarið framkomnum ásökunum lögreglu, en það er lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sem er að halda málinu fram. Það er ekki komin fram nein kæra af hálfu meintra brotaþola í þessu máli.“ Aðspurður hvort ástæða þess að brotaþolar hafi ekki lagt fram kæru á hendur Stefáni geti stafað af ótta við hann segir Vilhjálmur „Það er mér stórkostlega til efs. Þetta mál virðist allt hefjast fyrir tilstuðlan lögreglu.“ Alls sitja nú fimm karlmenn í gæsluvarðhaldi vegna málsins, tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á miðvikudaginn og aðrir tveir í gær. Stokkseyrarmálið Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Stefán Logi Sívarsson kom fyrir dómara við Héraðsdóm Reykjaness seinni partinn í dag þar sem krafist var gæsluvarðhalds yfir honum. Sérsveit lögreglunnar handtók Stefán í sumarbústað í Miðhúsaskógi í gærkvöldi og höfðu mikinn viðbúnað. Stefáni er gefið að sök tvær líkamsárásir og er önnur þeirra árás á karlmann á þrítugsaldri, en honum var haldið nauðugum í um sólarhring og misþyrmt. Sjónarvottur, sem sá fórnarlambið eftir að hann komst út úr íbúðarhúsi á Stokkseyri þar sem honum var haldið, sagði í samtali við fréttastofu í gær að maðurinn hefði verið mjög illa leikinn, allur skorinn, bólginn í andliti og vankaður. Heimildir fréttastofu herma að ýmis áhöld hafi verið notuð til að pynta manninn á meðan hann var frelsissviptur og að meðal annars hafi fórnarlambið verið barinn með svipu og sprautuð í hann lyfjum. Stefán Logi neitar allri sök í málinu en dómari féllst á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir honum á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Lögmaður Stefáns hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Hæstaréttar og segir hann ekki grunaðan um að hafa verið viðstaddan árásina á Stokkseyri. „Hann hafnar alfarið framkomnum ásökunum lögreglu, en það er lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sem er að halda málinu fram. Það er ekki komin fram nein kæra af hálfu meintra brotaþola í þessu máli.“ Aðspurður hvort ástæða þess að brotaþolar hafi ekki lagt fram kæru á hendur Stefáni geti stafað af ótta við hann segir Vilhjálmur „Það er mér stórkostlega til efs. Þetta mál virðist allt hefjast fyrir tilstuðlan lögreglu.“ Alls sitja nú fimm karlmenn í gæsluvarðhaldi vegna málsins, tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á miðvikudaginn og aðrir tveir í gær.
Stokkseyrarmálið Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira