Athygli vakti að John Inverdale, lýsandi á BBC, spurði þá frönsku að leik loknum hvort sú staðreynd að hún væri ekki glæsileg hefði haft áhrif á gengi hennar á tennisvellinum.
„Það skiptir mig í sannleika sagt engu máli. Það er rétt að ég er ekki ljóshærð. Það er staðreynd," sagði Bartoli og hélt áfram:
„Hef ég látið mig dreyma um að komast á samning sem fyrirsæta? Nei, ég verð að hryggja þig með því. En hefur mig dreymt um að vinna sigur á Wimbledon? Heldur betur, já!"
Á myndinni að neðan má sjá brot af þeim dónalegu ummælum sem Twitter-notendur létu falla á meðan á leik Bartoli og Sabine Lisicki stóð. Hægt er að sjá myndina í betri upplausn með því að smella á hana.
