Tvennskonar Game of Thrones-ferðir á Íslandi Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 10. júlí 2013 12:20 Frá tökum á Íslandi í fyrra. MYND/VILHELM Ferðafyrirtækin The Traveling Viking og Iceland Travel munu bjóða upp á sérstakar Game of Thrones-ferðir til Íslands næsta vetur þar sem tökustaðir á Mývatni verða sóttir heim. Þá býður breska ferðafyrirtækið Discover the World upp á samskonar ferðir um tökustaði á Suðurlandi. Íslenskt landslag var áberandi í annarri og þriðju þáttaröð Game of Thrones en útlit þáttanna hefur fengið mikið lof. Á Íslandi hafa tökur meðal annars farið fram í nágrenni Vatnajökuls, Snæfellsjökuls og Mývatns. The Traveling Viking og Iceland Travel settu ferðirnar í sölu á mánudaginn var og að sögn Rósu Stefánsdóttur hjá Iceland Travel hafa viðbrögðin farið fram úr öllum vonum. Hún segir að aðdáendahópur þáttanna sé stór og hugmyndin hitti því beint í mark. Ferðirnar verða einungis í boði yfir vetrartímann svo ferðamennirnir fá stemninguna „handan veggsins“ beint í æð með leiðsögumanni sem vísar þeim um svæðið. „Við urðum vör við mikinn áhuga á Íslandi þegar tökuliðið var statt hér á landi. Því sáum við tækifæri í að bjóða upp á ferðir til að skoða tökustaði Game of Thrones. Einnig viljum við vinna að því takmarki að gera Ísland að ferðamannastað allt árið og bjóða ferðamenn velkomna yfir vetrartímann. Þú náttúrlega upplifir ekki þessa Game of Thrones tilfinningu almennilega nema að vetrarlagi á Íslandi,“ segir Rósa. Ferðir Discover the World um Suðurland eru einnig til þess gerðar að fólk kynnist svæðinu „handan veggsins“, en verða með töluvert öðru sniði. Þar keyra ferðamennirnir sjálfir um á bílaleigubíl eftir leiðbeiningum og heimsækja staði eins og Vatnajökul, Jökulsárlón, Skóga, - og Seljalandsfoss og Bláa Lónið. Game of Thrones sjónvarpsþættirnir hafa notið mikilla vinsælda víða um heim síðustu misseri og var þriðja þáttaröð þáttanna sú vinsælasta í sögu HBO-sjónvarpsstöðvarinnar. Þá settu aðdáendur þáttanna heimsmet í ólöglegu niðurhali meðan á sýningum á þriðju þáttaröðinni stóð.Hér er hægt að fá frekari upplýsingar um Game of Thrones ferðir Iceland Travel og The Traveling Viking um Norðurland, og hér um ferðir Discover the World um Suðurland. Game of Thrones Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Sjá meira
Ferðafyrirtækin The Traveling Viking og Iceland Travel munu bjóða upp á sérstakar Game of Thrones-ferðir til Íslands næsta vetur þar sem tökustaðir á Mývatni verða sóttir heim. Þá býður breska ferðafyrirtækið Discover the World upp á samskonar ferðir um tökustaði á Suðurlandi. Íslenskt landslag var áberandi í annarri og þriðju þáttaröð Game of Thrones en útlit þáttanna hefur fengið mikið lof. Á Íslandi hafa tökur meðal annars farið fram í nágrenni Vatnajökuls, Snæfellsjökuls og Mývatns. The Traveling Viking og Iceland Travel settu ferðirnar í sölu á mánudaginn var og að sögn Rósu Stefánsdóttur hjá Iceland Travel hafa viðbrögðin farið fram úr öllum vonum. Hún segir að aðdáendahópur þáttanna sé stór og hugmyndin hitti því beint í mark. Ferðirnar verða einungis í boði yfir vetrartímann svo ferðamennirnir fá stemninguna „handan veggsins“ beint í æð með leiðsögumanni sem vísar þeim um svæðið. „Við urðum vör við mikinn áhuga á Íslandi þegar tökuliðið var statt hér á landi. Því sáum við tækifæri í að bjóða upp á ferðir til að skoða tökustaði Game of Thrones. Einnig viljum við vinna að því takmarki að gera Ísland að ferðamannastað allt árið og bjóða ferðamenn velkomna yfir vetrartímann. Þú náttúrlega upplifir ekki þessa Game of Thrones tilfinningu almennilega nema að vetrarlagi á Íslandi,“ segir Rósa. Ferðir Discover the World um Suðurland eru einnig til þess gerðar að fólk kynnist svæðinu „handan veggsins“, en verða með töluvert öðru sniði. Þar keyra ferðamennirnir sjálfir um á bílaleigubíl eftir leiðbeiningum og heimsækja staði eins og Vatnajökul, Jökulsárlón, Skóga, - og Seljalandsfoss og Bláa Lónið. Game of Thrones sjónvarpsþættirnir hafa notið mikilla vinsælda víða um heim síðustu misseri og var þriðja þáttaröð þáttanna sú vinsælasta í sögu HBO-sjónvarpsstöðvarinnar. Þá settu aðdáendur þáttanna heimsmet í ólöglegu niðurhali meðan á sýningum á þriðju þáttaröðinni stóð.Hér er hægt að fá frekari upplýsingar um Game of Thrones ferðir Iceland Travel og The Traveling Viking um Norðurland, og hér um ferðir Discover the World um Suðurland.
Game of Thrones Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Sjá meira